Klassísk sjónvarpskaka eins og þjóðin elskar

mbl.is/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir á Döðlur & smjör reiðir hér fram dýr­ind­is sjón­varp­s­köku eins og við elsk­um öll. Guðrún Ýr seg­ir það lyk­il­atriði að setja nóg af kó­kos kar­mellu en þó ekki of mikið.

„Mér finnst skipta máli að setja klass­ísk­ar upp­skrit­ir hér inn í bland við nýj­ar en mér finnst geggjað að eiga orðið stað á net­inu með upp­skrifta bank­an­um mín­um sem stækk­ar alltaf og stækk­ar og ég get sagt ykk­ur að ég leita svo sann­ar­lega oft í mín­ar upp­skrift­ir til að elda og baka upp úr,“ seg­ir Guðrún Ýr og við tök­um heils­hug­ar und­ir það.

Klassísk sjónvarpskaka eins og þjóðin elskar

Vista Prenta

Sjón­varps kaka

  • 4 egg
  • 180 g syk­ur
  • 240 g hveiti
  • 2 tsk lyfti­duft
  • 2 tsk vanillu­drop­ar/​paste
  • 50 g smjör
  • 200 ml mjólk

Stillið ofn á 180°c. Þeytið sam­an egg og syk­ur þangað til létt og ljóst. Bætið þur­refn­un sam­an við ásamt vanillu,þá er smjörið brætt og bætt sam­an við ásamt mjólk og hrærið vel sam­an. Spreyið eld­fast mót eða u.þ.b. 25 cm form með PAM spreyi og hellið deig­inu í.

Bakið í 15 mín, meðan kak­an bak­ast út­búið kara­mell­una og setjið yfir eft­ir 15 mín og leyfið að bak­ast í 5 mín í viðbót.

Kó­kos kara­mella

  • 100 g smjör
  • 150 g kó­kos­mjöl
  • 200 g púður­syk­ur
  • 100 ml rjómi

Allt sett sam­an í pott á miðlungs­hita, þangað til að allt er vel sam­lagað.

Kak­an er dá­sam­leg ný­bökuð, en einnig góð dag­inn eft­ir.

mbl.is/​Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert