Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur & smjör reiðir hér fram dýrindis sjónvarpsköku eins og við elskum öll. Guðrún Ýr segir það lykilatriði að setja nóg af kókos karmellu en þó ekki of mikið.
„Mér finnst skipta máli að setja klassískar uppskritir hér inn í bland við nýjar en mér finnst geggjað að eiga orðið stað á netinu með uppskrifta bankanum mínum sem stækkar alltaf og stækkar og ég get sagt ykkur að ég leita svo sannarlega oft í mínar uppskriftir til að elda og baka upp úr,“ segir Guðrún Ýr og við tökum heilshugar undir það.
Stillið ofn á 180°c. Þeytið saman egg og sykur þangað til létt og ljóst. Bætið þurrefnun saman við ásamt vanillu,þá er smjörið brætt og bætt saman við ásamt mjólk og hrærið vel saman. Spreyið eldfast mót eða u.þ.b. 25 cm form með PAM spreyi og hellið deiginu í.
Bakið í 15 mín, meðan kakan bakast útbúið karamelluna og setjið yfir eftir 15 mín og leyfið að bakast í 5 mín í viðbót.
Allt sett saman í pott á miðlungshita, þangað til að allt er vel samlagað.
Kakan er dásamleg nýbökuð, en einnig góð daginn eftir.