Hér bjóðum við upp á spánnýtt húsráð er snýr að þrifum á örbylgjuofninum – og engin sítróna á í hlut.
Við höfum séð nokkur ráðin er snúa að þrifum þar sem sítrusávöxturinn er í aðalhlutverki, en ekki að þessu sinni því hér er örbylgjuofninn þrifinn með annarskonar aðferð sem er afar einföld. Taktu fram skál sem má fara snúning í ofninum. Helltu í það minnsta hálfum brúsa af ediki í skálina og settu nokkra dropa af uppþvottalögi saman við. Settu skálina inn í örbylguofninn og láttu ofninn vinna í þrjár mínútur - og bíddu í aðrar fimm mínútur þar til þú opnar ofninn. Nú ætti öll fita og óhreinindi að hafa losnað og þú getur þurrkað allt burt með rökum klút.