Grænmetisréttur sem ærir bragðlaukana

Léttur og ljúffengur grænmetisréttur.
Léttur og ljúffengur grænmetisréttur. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Fyllt­ur kúr­bít­ur með græn­meti, feta­osti, kletta­sal­ati og spæsí mæjó er hér á borðum. Full­kom­inn rétt­ur á bröns borðið eða sem létt­ur og ljúf­feng­ur kvöld­mat­ur. Ef feta­ost­ur­inn er tek­inn út, þá er rétt­ur­inn orðinn veg­an – að sögn Hild­ar Rut­ar sem á heiður­inn að upp­skrift­inni.

Grænmetisréttur sem ærir bragðlaukana

Vista Prenta

Græn­met­is­rétt­ur sem full­komn­ar bröns­inn

  • 1 kúr­bít­ur
  • Ólífu­olía
  • 1-2 dl brokkólí
  • 1-2 dl blóm­kál
  • 2-4 svepp­ir
  • Lauk­duft
  • Túr­merik
  • Cum­in
  • Salt og pip­ar
  • Stappaður feta­ost­ur
  • Kletta­sal­at

Sósa

  • 3 msk. maj­ónes
  • 1-2 tsk. Sam­bal oelek

Aðferð:

  1. Skerið kúr­bít í tvennt og hreinsið inn­an úr hon­um með skeið. Leggið á bök­un­ar­plötu og dreifið olíu og smá salti yfir. Bakið í ofni við 200° í 30 mín­út­ur.
  2. Á meðan, skerið brokkólí, blóm­kál og sveppi í bita og steikið á pönnu upp úr olíu. Kryddið með lauk­dufti, túr­meriki, kúmín, salti og pip­ar.
  3. Fyllið kúr­bít­inn með blóm­káls-og brokkólíblönd­unni og dreifið stöppuðum feta­osti yfir.
  4. Bakið kúr­bít­inn í 5-7 mín­út­ur í viðbót. Toppið síðan með sós­unni og kletta­sal­ati.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert