Gómsætir smábitar Kolbrúnar

Andar-confit smábitar (canape) á vöfflum.
Andar-confit smábitar (canape) á vöfflum. Mbl.is/Keto þjálfun

Hér eru á ferðinni góm­sæt­ir and­ar-con­fit smá­bit­ar (canape), sem born­ir eru fram á vöffl­um. Það er Kol­brún hjá Keto þjálf­un sem á heiður­inn að upp­skrift­inni og seg­ir rétt­inn eiga heima á hvaða veislu­borði sem er.  

Gómsætir smábitar Kolbrúnar

Vista Prenta

And­ar-con­fit smá­bit­ar (canape)

  • And­ar­læri, t.d. í dós í Bón­us
  • Lág­kol­vetna vöffl­ur
  • Rjóma­ost­ur með kara­mellíseruðum lauk
  • Kletta­sal­at
  • Pikklaður rauðlauk­ur

Aðferð:

  1. Baka and­ar­lær­in  sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Kryddið vel með salt og pip­ar (eða krydd að eig­in vali). Setjið í ofn á 200°C í 30 min, lækkið svo niður í 75° og bakað áfram í 30 min. Leyfið kjöt­inu að kólna aðeins og rífið svo niður.
  2. Á meðan and­ar­kjötið er að eld­ast þá er gott að baka vöffl­urn­ar. Best að baka heila vöfflu og svo taka lauf­in í sund­ur þegar er búið að kólna. 1 vöfflu­lauf er 1 skammt­ur.
  3. Smyrjið vöffl­una með rjóma­ost­in­um.
  4. Skerið niður kletta­kálið og setjið í skál. Setjið góða ólífu­olíu yfir og salt og pip­ar, það gef­ur kál­inu smá extra ást. Mér finnst gott að skera niður kletta­sal­atið þannig að það passi bet­ur á vöffl­una.
  5. Setjið kletta­kál á hverja vöfflu.
  6. Setjið rifna and­ar­læra kjötið á hverja vöfflu.
  7. Toppið hverja vöfflu með pikkluðum rauðlauk.
  8. Setja á fal­leg­an disk eða bakka og njótið.
  9. Mér finnst best að baka heila vöfflu í einu og rífa svo lauf­in í sund­ur þegar vaffl­an hef­ur kólnað. Ég prufaði að setja bara doppu í vöfflu­járnið til að fá litl­ar hringl­ótt­ar vöffl­ur en þær urðu alltaf full­stór­ar.
Mbl.is/​Keto þjálf­un
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka