Salernisbomban sem svínvirkar við þrifin

Klósettið þarf að þrífa reglulega og hér er ein leið …
Klósettið þarf að þrífa reglulega og hér er ein leið til að fara eftir. mbl.is/

Við hreint út sagt elskum góð húsráð er snúa að þrifum á póstulínsskálinni inn á baðherbergi. Því klósettið er eflaust eitt mest notaða „heimilistækið“ af öllum í fjölskyldunni. Hér bjóðum við upp á sjóðheita uppskrift af salernisbombu sem svínvirkar við þrifin.

Salernisbomban sem virkar við þrifin

  • 2 bollar matarsódi
  • ½ bolli sítrónusýra
  • 25 dropar ilmolíudropar
  • Bætið sódavatni smátt saman við, en blandan ætti að vera eins og blautur sandur. Setjið blönduna í klakamót og látið þorna yfir nótt.
  • Geymið „töflurnar“ í lofttæmdu íláti og notið eftir þörfum til að þrífa klósettið. 
  • Setjið eina töflu í klósettskálina og látið freyða. Skrúbbið skálina og sturtið niður. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka