Penninn sem rokselst á netinu

Fúgupenninn er það heitasta í dag.
Fúgupenninn er það heitasta í dag. mbl.is/Amazon

Það er ekki að ástæðulausu að þessi marg­um­talaði penni sé að selj­ast í gáma­vís á ver­ald­ar­vefn­um – því hann er stór­kost­leg­ur.

Þrif­spek­úl­ant­ar þarna úti halda ekki vatni yfir um­rædd­um penna, en hann þykir hið mesta þarfaþing er kem­ur að þrif­um þá sér­stak­lega inn á baðher­bergi. Penn­inn heit­ir „Rain­bow white grout“ og er sölu­hæsti fúgupenn­inn á Amazon. Það sem penn­inn ger­ir, er að lita blett­ótt­ar og gaml­ar flísafúg­ur á ein­fald­asta máta – þar sem þú ein­fald­lega túss­ar ofan í fúg­una sjálfa. Formúl­an í penn­an­um er vatns­held og ætti því að þola venju­leg þrif, og eins er hún lykt­ar­lít­il og bakt­eríu­drep­andi. Penn­inn kem­ur í tveim­ur stærðum eða 5 mm og 15 mm og kost­ar frá 1.200 krón­um.

mbl.is/​Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert