Bollurnar sem seldust upp í fyrra koma aftur

Elenora Rós verður aftur í samstarfi við Deig um bolludagshelgina.
Elenora Rós verður aftur í samstarfi við Deig um bolludagshelgina.

Met­sölu­höf­und­ur­inn og bak­ar­inn Elen­ora Rós Geor­ges­dótt­ir er með mörg járn í eld­in­um þessa dag­ana. Hún ætl­ar annað árið í röð ásamt teym­inu á Deig, að standa vakt­ina yfir bollu­helg­ina og djúp­steikja boll­ur. En fyr­ir þá sem eru ekki með það á hreinu er Deig eitt svaka­leg­asta bakarí lands­ins og staðsett í Tryggvagöt­unni.

Í ár ætla Deig og Elen­ora að bjóða upp á þrjár teg­und­ir af boll­um. Þetta eru allt vatns­deigs­boll­ur sem eru djúp­steikt­ar og í boði verða vatns­deigs­boll­ur fyllt­ar með: 

  • Vanill­ur­jóma og hinberja­sultu.
  • Vanill­ur­jóma og silkimjúk­um Omnom-súkkulaði ganache.
  • Vanill­ur­jóma og mjólk­ur­kara­mellu eða Dulce de leche kara­mellu.

Elen­ora og teymið á Deig verða mætt eldsnemma að selja boll­ur föstu­dag­inn 25. fe­brú­ar og al­veg framm á mánu­dag­inn 28. fe­brú­ar. Forp­ant­an­ir fara í gegn­um deig@lec­kock.is. 

Elen­ora seg­ist ómögu­lega geta valið hver sín upp­á­halds bolla er en það flakki á milli þess­ar­ar með hind­berja­sult­unni og með kara­mell­unni. Hún skor­ar á fólk að prófa djúp­steiktu boll­urn­ar því þær séu al­gjör­lega ein­stak­ar. Bollu­dag­ur er upp­á­halds­dag­ur Elen­oru sem hún kall­ar þjóðhátíðardag bak­ara. Í fyrra seld­ust all­ar boll­urn­ar upp og löng röð myndaðist fyr­ir utan deig þannig að við mæl­um með að fólk forp­anti boll­urn­ar til að grípa ekki í tómt.

Elen­ora var í ít­ar­legu forsíðuvitali við Vik­una ekki alls fyr­ir löngu sem hef­ur hreyft við fólki enda saga henn­ar ótrú­leg – allt frá fæðingu en viðtalið er hægt að nálg­ast HÉR.

Ljós­mynd/​Hall­ur Karls­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert