Allt í einu fati kjúklingaréttur frá miðausturlöndunum

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Spenn­andi, bragóður, exó­tísk­ur og auðveld­ur! Þessi orð lýsa þess­um dá­sam­lega kjúk­linga­rétti full­kom­lega.

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Guðmunds á GRGS.is og er al­gjör snilld eins og henn­ar er von og vísa.

Allt í einu fati kjúklingaréttur frá miðausturlöndunum

Vista Prenta

Allt í einu fati kjúk­linga­rétt­ur frá miðaust­ur­lönd­un­um

Fyr­ir 3-4

  • 1 kg kjúk­linga­læri
  • 500 g gul­ræt­ur, skorn­ar langs­um í bita
  • 1/​2 rauðlauk­ur, skor­inn í sneiðar
  • 2 msk. za'at­ar*
  • 1 sítr­óna, börk­ur og safi
  • sjáv­ar­salt og svart­ur pip­ar
  • 2 tsk. hun­ang
  • ólífu­olía
  • 60 g feta­ost­ur
  • 40 g pist­asíu­hnet­ur (eða furu­hnet­ur)
  • 1 avaca­do
  • kletta­sal­at

Aðferð:

  1. Látið kjúk­linga­læri, gul­ræt­ur, lauk, za'at­ar, börk af sítr­ónu, salt og pip­ar, hun­ang og 4 msk af ólífu­olíu sam­an í skál og blandið öllu vel sam­an. Þetta má gera 6-8 klst áður en kjúk­ling­ur­inn er eldaður.
  2. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúk­ling­inn og græn­metið í skömmt­um (ath ekki of­hlaða á pönn­una)
  3. Látið í 160°C heit­an ofn í 10-15 mín­út­ur eða þar til græn­metið er farið að mýkj­ast og kjúk­ling­ur­inn er eldaður í gegn.
  4. Takið kjúk­ling­inn úr ofn­in­um og kreistið sítr­ónusafa úr hálfri sítr­ónu yfir kjúk­ling­inn.
  5. Blandið feta­osti og pist­asíu­hnet­um sam­an í skál ásamt 2 tsk af ólífu­olíu. Hellið yfir kjúk­linga­rétt­inn.
  6. Látið að lok­um sneiðar af avaca­do yfir ásamt kletta­sal­ati.
  7. Za’at­ar er krydd frá miðaust­ur­lönd­un­um sem fæst í sum­um versl­un­um til dæmi frá Krydd­hús­inu. En það er einnig auðvelt að gera það sjá­fl­ur.

Za’at­ar

  • 1 msk. timí­an
  • 1 msk. cum­in (ekki kúmen)
  • 1 msk. kórí­and­er
  • 1 msk. ristuð ses­am­fræ
  • 1 msk. sumac (ég sleppi stund­um)
  • 1/​2 tsk. sjáv­ar­salt
  • 1/​4 tsk. chi­líf­lög­ur
Ljós­mynd/​Berg­lind Guðmunds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert