Nýtt og fjölnota frá Normann Copenhagen

Fjölnota bakki eða box frá Normann Copenhagen.
Fjölnota bakki eða box frá Normann Copenhagen. Mbl.is/Normann Copenhagen

Nýj­ar vör­ur gera vart um sig í versl­un­um þessi dægrin og eitt af því sem við sjá­um eru þessi fjöl­nota kass­ar eða bakk­ar frá Normann Copen­hagen, sem þjóna til­gangi sem og gleðja augað.

Bent er nafnið á litl­um geometrísk­um bökk­um, sem mótaðir eru úr birk­ispóni og lakkaðir í fal­leg­um lit­um. Hér hald­ast nota­gildi og fag­ur­fræði í hend­ur, en hug­mynd­in á bakvið bakk­ana kem­ur frá hefðbundn­um japönsk­um „magewappa bento“ boxum að sögn hönnuðanna Joseph Gu­erra and Sina Sohrab. Bent bakk­arn­ir eru hag­nýt­ir í stærð og má nota víða á heim­il­inu – und­ir krydd­in í eld­hús­inu, inn á baðher­bergi eða á skrif­stof­una. Bakk­arn­ir eru stafl­an­leg­ir og fást í þrem­ur fal­leg­um lit­um.

Mbl.is/​Normann Copen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert