Bolla ársins 2022

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Hér fer Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir, sem held­ur úti mat­ar­blogg­inu Döðlum & smjöri, á kost­um en í aðal­hlut­verki er ein­mitt nýi Royal-búðing­ur­inn sem rokið hef­ur út úr versl­un­um frá því hann kom á markað í byrj­un fe­brú­ar.

Bolla ársins 2022

Vista Prenta
Vatns­deigs­boll­ur
  • 10-14 boll­ur
  • 250 ml vatn
  • 125 g smjör
  • 125 g hveiti
  • 4 egg

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 180°C. Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjör­inu að bráðna.
  2. Takið pott­inn af hit­an­um og hrærið hveit­inu sam­an við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið ör­lítið.
  3. Setjið deigið í hræri­vél­ar­skál og bætið eggj­un­um út í einu í einu og hrærið vel á milli.
  4. Setjið deigið þá í sprautu­poka og sprautið boll­ur á smjörpapp­írsklædda plötu, eða notið tvær te­skeiðar til setja deigið á plöt­una. Bakið í 18-20 mín­út­ur.
  5. Ef þið viljið hafa boll­urn­ar stærri þá er tím­inn auk­inn í sam­ræmi við það.

Fyll­ing

  • ½ pk. Eitt sett Royal-búðing­ur
  • 250 ml mjólk
  • 250 ml rjómi
  • pipar­fyllt­ar lakk­rís­reim­ar

Aðferð:

  1. Blandið sam­an Eitt sett-búðingi og mjólk og hrærið vel sam­an, kælið. Þeytið rjómann og gott er að setja hann í sprautu­poka en ekk­ert mál að setja á boll­una með skeið líka. Skerið niður lakk­rís­reim­arn­ar í u.þ.b. cm bita.
  2. Takið boll­urn­ar og skerið þær í tvennt. Ég mæli með Nusica-súkkulaðismyrju til að gera hatt á boll­urn­ar, hita það ör­lítið í ör­bylgju og dýfa. Það stífn­ar í full­kom­inn bollu­hatt að mínu mati.
  3. Takið þá búðing­inn og setjið 1-2 msk. af hon­um í botn­inn á boll­un­um, magn eft­ir stærð. Sprautið þá rjóm­an­um yfir og lokið boll­un­um. Sáldrið þá lakk­rísn­um yfir boll­urn­ar og berið fram.
  4. Ef boll­urn­ar eru ekki born­ar fram strax, geymið þær í kæli.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert