Tómas Helgi velur vikuseðilinn

Leikstjórinn Tómas Helgi Baldursson.
Leikstjórinn Tómas Helgi Baldursson. mbl.is/Mynd aðsend

Leikstjórinn Tómas Helgi Baldursson sér um matseðil vikunnar að þessu sinni. Tómas er oftast á bak við tjöldin á sýningum í leikhúsinu, en í fremstu víglínu í eldhúsinu.

„Ég er einn þeirra sem hlakkar alltaf rosalega til að borða, elska að smakka eitthvað nýtt og það er alltaf pláss fyrir eftirmat hjá mér. Þess vegna þurfti ég að troða inn einni eftirréttaruppskrift í vikumatseðilinn“, segir Tómas Helgi í samtali, og við fögnum öllum eftirréttum sem lagðir eru á borð.

„How to make love to a man“
Ég hef í seinni tíð fundið mig betur og betur í eldhúsinu og eftir fæðingu sonar míns hefur áhuginn stigmagnast. Það gengur samt ekkert alltaf vel að skipuleggja sig nógu vel til að elda alla daga. Þessa dagana hef ég til dæmis í nógu að snúast þar sem ég er að leikstýra verkinu „How to make love to a man“ í Borgarleikhúsinu og svo vorum við að æfa aftur upp Ástardrykkinn í Þjóðleikhúskjallaranum, eftir nokkurra mánaða pásu. Þegar dagarnir eru vel troðnir líkt og núna þá gefst minni tími í eldamennskuna en ég hlakka til að fara á fullt í hana eftir þessa törn. En það hjálpar alltaf að gera matseðil fyrir vikuna, því ég held að allir kannist við það að koma heim eftir vinnudag og geta ekki ákveðið hvað eigi að vera í matinn um kvöldið“, segir Tómas Helgi.

„Ég myndi segja að ég sé algjör dellukarl þegar það kemur að mat, tek ástfóstri við ákveðnum réttum. Eins og þessa dagana gæti ég borðað pítur í öll mál. Á mínu heimili er almennt ekki borðað kjöt en við reynum að elda fisk reglulega“, segir Tómas Helgi að lokum er hann færir okkur girnilegan matseðil fyrir vikuna.

Mánudagur:
Að sjálfsögðu píta. Hinn fullkomni réttur.

Þriðjudagur:
Mikill fiskidagur á okkar heimili og ég persónulega held mikið upp á saltfisk.

Miðvikudagur:
Hin heilaga þrenning: pasta, sólþurrkaðir tómatar og parmesan!

Fimmtudagur:
Ég er alls enginn súpukarl en ég er alltaf til í humarsúpu.

Föstudagur:
Mexíkóskur matur er mikið „go to“ hjá okkur. Auðvelt og alltaf gott - hér er mjög spennandi útfærsla.

Laugardagur:
Yfirleitt pítsadagur. Gaman að prófa nýja hluti í pítsagerð og þessa vikuna verður gerð pönnupítsa.

Sunnudagur:
Það besta frá Mexíkó og Ítalíu blandað saman.

Eftirréttur
Er tiltölulega nýlega kominn á tiramisuvagninn og ætla klárlega að hafa svoleiðis í eftirrétt á sunnudaginn.

View this post on Instagram

A post shared by Matur á MBL (@matur.a.mbl)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert