Bareigendur fjarlægja rússneskan vodka úr hillum

Rússneskur vodka er fjarlægður úr hillum víðsvegar í Bandaríkjunum.
Rússneskur vodka er fjarlægður úr hillum víðsvegar í Bandaríkjunum. Mbl.is/Kirill Kukhmar_Getty Images

Eftir árás Vladimír Pútín á Úkraínu í síðustu viku hafa bareigendur víðsvegar um Bandaríkin sniðgengið rússneskan vodka – og þeir eru ekki þeir einu.

Á laugardaginn síðasta setti ríkisstjóri Texas inn tíst á Twitter, þar sem hann biður alla veitingastaði, bareigendur og aðra söluaðila að rússneskum vörum – að taka þær úr sölu til stuðnings við Úkraínu. Ríkisstjórar New Hampshire, Ohio, Pennsylvania og Utah, hafa allir einnig gert hið sama og það bætast alltaf fleiri við. En þess má geta að um 6.400 flöskur voru teknar niður í Ohio á einu bretti.

Smirnoff vodka sem upprunalega var stofnað í Rússlandi, er nú í eigu drykkjarisans Diageo – og er framleitt um allan heim. Því eru sum af vinsælustu vodkamerkjunum sem fólk heldur að séu frá Rússlandi ekki alltaf raunin, og ætti að lesa sig til hvort um rússneska vöru sé að ræða eða hvað – ef það ætlar í ofangreindar aðgerðir þar að segja.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka