Sjö fantaflottir bakkar í eldhúsið

Smart bakki með handföngum frá Evu Solo. Fæst í Kokku.
Smart bakki með handföngum frá Evu Solo. Fæst í Kokku. Mbl.is/Eva Solo

Við elskum fallega bakka – það verður að segjast. Enda fátt sem gleður augað meira en fantaflottur bakki undir veigar og krásir. Hér eru sjö bakkar sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara og voru spottaðir á búðarrölti hér á landi.

Þessi er einstaklega flottur með handfangi og kemur úr smiðju …
Þessi er einstaklega flottur með handfangi og kemur úr smiðju Fritz Hansen. Fæst í Epal. Mbl.is/Fritz Hansen
Metal bakki með handföngum frá sænska merkinu ERNST. Fæst í …
Metal bakki með handföngum frá sænska merkinu ERNST. Fæst í Módern. Mbl.is/ERNST
Fountain bakkinn er úr Tivoli seríunni sem að kemur frá …
Fountain bakkinn er úr Tivoli seríunni sem að kemur frá Normann Copenhagen. Bakkinn er með spegli í botninum og gefur það skemmtilegt flæðandi ásýnd á hlutunum sem settir eru á bakkann. Fæst í Líf og list. Mbl.is/Normann Copenhagen
Wilo bakkinn er úr harðvið með höldum svo þægilegt er …
Wilo bakkinn er úr harðvið með höldum svo þægilegt er að nota hann. Bakkann er hægt að fá í tveimur stærðum. Fæst í Snúrunni. Mbl.is/Blomus
Fallegt form í bökkunum frá RO, sem koma í tveimur …
Fallegt form í bökkunum frá RO, sem koma í tveimur stærðum. Fæst í Kokku. Mbl.is/Ro
Svartur og gæjalegur bakki á fótum undir ávexti eða salat. …
Svartur og gæjalegur bakki á fótum undir ávexti eða salat. Fæst hjá Ramba Store. Mbl.is/Ramba Store
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert