Klakaboxið sem þú verður að eignast

Stórsniðugt klakabox!
Stórsniðugt klakabox! Mbl.is/Amazon

Hér er það loks­ins komið! Klaka­boxið sem leys­ir svo marg­an vanda fyr­ir þá sem elska að fá ís­mola út í drykk­inn sinn.

Þetta stór­sniðuga box sáum við á vafri um netið, en það inni­held­ur bakka sem rúm­ar 55 litla kubbaklaka í einu. Það besta við bakk­ann er þó, að því fylg­ir lok með svo að vatnið sull­ast ekki til hliðanna þegar þú kem­ur því hag­lega fyr­ir í frysti. Eins er stærra boxi smellt und­ir sjálf­an bakk­ann þar sem þú get­ur sturtað til­búnu klök­un­um ofan í og fyllt aft­ur á klaka­bakk­ann til að „fram­leiða meira“. Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er svo skeið sem fylg­ir með til að moka upp úr, rétt eins og á al­vöru klaka­bar. Græj­an kost­ar um 2.600 krón­ur og fæst HÉR.

Mbl.is/​Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert