Hið fullkomna snakk Helgu Möggu

Sjúllað gott skyrsnakk með hindberjum.
Sjúllað gott skyrsnakk með hindberjum. mbl.is/Helga Magga

Hér er hið full­komna snakk ef þig lang­ar í eitt­hvað en samt eig­in­lega ekki neitt – að sögn Helgu Möggu sem á heiður­inn að upp­skrift­inni.

Hið fullkomna snakk Helgu Möggu

Vista Prenta

Skyrsnakk sem snýr þér í hringi

  • 250 g hreint skyr eða með vanillu­bragði
  • 1 msk. hnetu­smjör (10 g)
  • 1 msk. sukrin gold (10 g)
  • 100 g fros­in hind­ber

Aðferð:

  1. Blandaðu skyr­inu, hnetu­smjör­inu og sýróp­inu sam­an í skál. Ef þú ert með vanillu­skyr er óþarfi að nota sýrópið.
  2. Settu þvín æst bök­un­ar­papp­ír í fat og dreifðu skyr­blönd­unni á fatið, reyndu að hafa blönd­una frek­ar þunna, um 5 mm - það er þægi­legra að borða þetta ef þetta er ekki of þykkt.
  3. Settu svo hind­ber­in ofan á og inn í frysti í 2-3 klst.
  4. Taktu út og skerðu í litla bita, láttu bit­ana standa á borði í nokkr­ar mín­út­ur áður en þú bít­ur í þá.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert