Geggjað Vipp eldhús á Íslandsbryggju

Splúnkunýtt hótelrými Vipp í Kaupmannahöfn.
Splúnkunýtt hótelrými Vipp í Kaupmannahöfn. mbl.is/Vipp

Við för­um ekk­ert í fel­ur með hrifn­ingu okk­ar á Vipp eld­hús­un­um – en Vipp var að opna enn eitt hót­el­rýmið þar sem þú finn­ur full­búið eld­hús.

Nýja hót­el­rýmið er staðsett í gömlu „Blyants­fa­brikk­en“, á Is­lands Bryg­ge í Kaup­manna­höfn - eða í sama hús­næði og mat­ar­klúbbur­inn þeirra er starf­rækt­ur og við sögðum frá hér fyr­ir ekki svo löngu.

Í þessu sögu­lega húsi í Bauhaus stíl frá ár­inu 1930, hef­ur fimmta hót­el­rýmið opnað – eins glæsi­legt og við var að bú­ast. Íbúðin er 90 fer­metr­ar á jarðhæð við sól­bjart­an garð á jarðhæð í hús­inu. Inn­an­húss­hönn­un­in var í hönd­um Ju­lie Cloos Møls­ga­ard sem breytti opnu eld­húsi og borðkrók ásamt svefn- og baðher­bergi í áhrifa­ríka upp­lif­un fyr­ir kom­andi gesti.

Ljós­grátt V1 eld­hús frá Vipp er í íbúðinni, sem end­ur­spegl­ar litatón­ana í öllu öðru í rým­inu - frá beige yfir í hlýja gráa tóna. Í þessu full­búna eld­húsi má mat­reiða allt frá létt­ari rétt­um yfir í stærri máltíðir, og njóta í góðum fé­lags­skap. Fyr­ir áhuga­sama, þá má bóka nótt á hót­el­inu HÉR.

mbl.is/​Vipp
mbl.is/​Vipp
Borð og stólar eru einnig frá Vipp.
Borð og stól­ar eru einnig frá Vipp. mbl.is/​Vipp
mbl.is/​Vipp
mbl.is/​Vipp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert