Borðstofustóll frá danska framleiðandanum Normann Copenhagen er bæði fágaður og flottur - og setur svo sannarlega sinn svip á rýmið. Stóllinn kallast „Knot“ og er hannaður af japanska hönnuðinum Tatsuo Kuroda.
Hönnun Knot er tímalaus og sameinar nútímalega fagurfræði í sínum fallegasta einfaldleika - þar sem skandinavísk áhrif og japönsk hönnunararfleið haldast í hendur. Það sem einkennir stólinn einna helst eru fallegar bogadregnar línur og pappasnúra sem bundin er um bak og arma – en snúran er fáanleg í ljósu og svörtu á meðan stóllinn sjálfur er úr svartlökkuðum aski.