Segir pulsu með tómat og sinnepi vera besta skyndibitann

Einar Bárðason er matgæðingur vikunnar á matarvefnum.
Einar Bárðason er matgæðingur vikunnar á matarvefnum. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Það þarf vart að kynna Ein­ar Bárðar­son sem svar­ar nokkr­um vel völd­um hraðasp­urn­ing­um fyr­ir okk­ur – enda mat­gæðing­ur mik­ill, fyr­ir utan mörg önn­ur merk­ari störf. Ein­ar seg­ir pulsu með tóm­at og sinn­epi vera besta skyndi­bit­ann, en þó hef­ur hann gætt sér á ein­hvers­kon­ar slöngu í nýju Mexí­kó. Við rýn­um nán­ar í matar­prófíl Ein­ars hér fyr­ir neðan.

Kaffi eða te: Kaffi, helst Lavazza frá Tor­ino.

Hvað borðaðir þú síðast? Hakk og spa­gettí sem frú­in eldaði í gær­kvöldi.

Hin full­komna máltíð? Með góðum vin­um eða fjöl­skyldu. Mat­ur­inn má vera góður líka.

Hvað borðar þú alls ekki? Súr­an þorramat.

Avóka­dó á ristað brauð eða pönnu­kök­ur með sírópi? Ég er nú meira svona Cheer­i­os með rús­ín­um týp­an.

Súpa eða sal­at? Sal­at

Upp­á­halds veit­ingastaður? Sport og Grill í Smáralind.

Besta kaffi­húsið? Kaffi Krús og Adesso.

Salt eða sætt? Sætt

Fisk­ur eða kjöt? Fisk­ur

Hvað set­ur þú á pítsuna þína? Rjóma­ost, pepp­eróní og döðlur.

Hvað er það skrýtn­asta sem þú hef­ur borðað? Ein­hvers­kon­ar slanga í nýju Mexí­kó.

Mat­ur sem þú gæt­ir ekki lifað án? Ætli ég verði ekki að viður­kenna að það væri ost­ur. Svo má vera hvað sem er und­ir hon­um. Tekex, hrökk­brauð eða súr­deigs­brauð.

Upp­á­halds drykk­ur? Topp­ur, blár í miðri viku og gul­ur um helg­ar.

Besta snarlið? HP flat­kaka með tveim­ur Góð-ost sneiðum frá Mjólk­ur­búi flóa­manna.

Hvað kanntu best að elda? Lamba­læri ef þú spyrð fjöl­skyld­una.

Hvenær eldaðir þú síðast fyr­ir ein­hvern? Lamba­læri með rót­argræn­meti og bernaise.

Upp­á­halds eld­húsáhaldið: Pann­an

Besta upp­skrift­ar­bók­in: Bæk­urn­ar henn­ar Yesmine mága­konu minn­ar.

Sak­bit­in sæla: Ís með heitri súkkulaðisósu.

Upp­á­halds ávöxt­ur: Ban­ani, það vita all­ir í kring­um mig.

Besti skyndi­bit­inn: Pulsa með tóm­at og sinn­epi í Pulsu­vagn­in­um á Sel­fossi.

Ef þú feng­ir Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur í mat, hvað mynd­ir þú elda? Ég hugsa að ég myndi bjóða henni í Þjóðólfs­haga lamba­læri að hætti Umboðsmanns Íslands.

Einar stýrir morgunþætti á K100 alla laugardaga.
Ein­ar stýr­ir morg­unþætti á K100 alla laug­ar­daga. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert