Slándi tölfræði um matarát á klósettinu

Hefur þú borðað á salerninu?
Hefur þú borðað á salerninu? mbl.is/

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að það er enginn heilagur blettur hjá þeim sem eru örvæntingafullir með að seðja hungrið. Einn af hverjum sex viðurkenna að hafa borðað snarl á klósettinu, en rannsóknin leiddi ýmsar skrítnar matarvenjur í ljós.

Rannsóknin var gerð af Peperami í Bretlandi og tóku um tvöþúsund manns þátt. Um 20% sögðust borða í baði á meðan aðrir sögðust hafa gaman að því að sitja á dollunni og snarla. Meira en fjórðungur sögðust hafa verið gripnir á þessum „leynistöðum“ af fjölskyldumeðlimum sem hafi hneikslast á athæfinu. Oftast var fólk að gæða sér á súkkulaði, kexi, samlokum, sælgæti og ávöxtum.

Sálfræðingurinn Jo Hemmings segir að stundum geti það gefið fólki frið til að njóta matarins, ef það nær að loka sig af frá öðrum á meðan. En þó að fólki líði vel með að borða á salerninu, þá vilji það þó ekki að aðrir séu þess varir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka