Eldhúsgræjan sem sló í gegn í Bandaríkjunum

Við elsk­um snjall­ar græj­ur og þessi á sann­ar­lega heima í þeim flokki.

Flest þurf­um við að affrysta mat­væli og þá eru nokkr­ar aðferðir í boði. Al­mennt eru menn sam­mála um að aðferðin þar sem var­an er sett í volgt vatn sé sú sneggsta en sá bögg­ull fylg­ir sam­mrifi að flest mat­væli fljóta í vatni.

Þar kem­ur til sög­unn­ar Thaw Claw – eða klakakruml­an – sem affryst­ir allt að sjö sinn­um hraðar ef marka má vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins. Kruml­an er með sog­skál sem fest er við botn­inn á vask­in­um og held­ur þannig frosnu vör­unni fastri und­ir yf­ir­borði vatns­ins með kruml­unni.

Kruml­an hef­ur farið sig­ur­för um Banda­rík­in en Banda­ríkja­menn elska snjall­ar upp­finn­ing­ar. Hægt er að panta kruml­una hingað til lands eða kynna sér hana nán­ar HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert