Græjan sem gjörbreytir þvottinum

Ljósmynd/Wad-Free

Stund­um rek­umst við á græj­ur sem eru í senn svo ein­fald­ar og snjall­ar að okk­ur er orða vant. Við erum að tala um græju sem var hönnuð af hús­móður sem átti við sama vanda­mál að stríða og við hin. Hún leysti vand­ann á ein­fald­an hátt; þrammaði yfir í Sharktank og fékk fjár­mögn­un og í dag get­um við öll keypt vör­una sem mun ein­falda líf okk­ar til muna.

Við erum að tala um Wad-Free sem er lít­il græja sem kem­ur í veg fyr­ir að lök fari í flækju í þvotta­vél­inni og þurrk­ar­an­um. Þú en­fald­lega fest­ir lakið á græj­una eða spjaldið og lakið kem­ur út án þess að vera upp­rúllað eða í álíka rugli.

Við hvetj­um jafn­framt ein­hvern snjall­an hér á landi til að hefja inn­flutn­ing á þess­ari snilld­argræju svo við hin get­um keypt nóg af henni og tryggt okk­ur sárs­auka­laus­an lakaþvott í kom­andi framtíð.

Wad-Free

Ljós­mynd/​Wad-Free
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert