Hnetusmjörsbitar sem bræða hjartað

Sykurlausir sælubitar.
Sykurlausir sælubitar. mbl.is/Svartáhvítu

Við elsk­um sæl­kera­bita, og ekki verra ef þeir eru syk­ur­laus­ir eins og þess­ir hér. Upp­skrift­in kem­ur frá Svönu Lovísu sem deildi með okk­ur ann­arri syk­ur­lausri upp­skrift nú á dög­un­um sem er alls ekki síðri. 

Hnetusmjörsbitar sem bræða hjartað

Vista Prenta

Hnetu­smjörs­bit­ar sem bræða hjartað

  • 60 g smjör / við stofu­hita eða bræða létt
  • 45 g flór­syk­ur (ég nota syk­ur­laus­an sem heit­ir Sukrin Mel­is)
  • 85 g möndl­umjöl
  • 130 g hnetu­smjör
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Blanda öllu sam­an og setja í botn­inn á miðlungs­stóru formi.
  2. Bræða um 90-100 g af syk­ur­lausu súkkulaði ofan á (ég notaði mjólk­ursúkkulaði frá Val­or). Smyrja yfir og kæla. Þess­ir verða enn betri þegar all­ar bragðteg­und­irn­ar hafa bland­ast sam­an og búið er að kæla.
  3. Það er best að eiga þessa til í formi í frysti og grípa í þegar syk­ur­púk­inn bank­ar upp á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert