Spælegg er páskaskrautið í ár

Spælegg eru páskasrkautið í ár.
Spælegg eru páskasrkautið í ár. mbl.is/Anders Arhoj

Það finnast ýmsar útfærslur af páskaeggjum og þessi hér er dálítið krúttleg – það verður að segjast. 

Danski hönnuðurinn Anders Arhøj er sá sem stendur á bak við þessi litlu egg, sem eiga sannarlega eftir að lýsa upp stemninguna á páskahátíðinni. Hér sjáum við lítil spælegg úr handblásnu gleri og ekkert egg er eins, rétt eins og hver annar morgunmatur. Eggin eru með litlum hanka svo auðvelt er að hengja þau upp til skrauts á greinar eða í glugga. Áhugasamir geta skoðað nánar hjá Anders HÉR.

mbl.is/Anders Arhoj
mbl.is/Anders Arhoj
mbl.is/Anders Arhoj
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert