Konan á bak við Geysi er með matseðil vikunnar

Elín Svafa Thoroddsen er ein af eigendum ferðaþjónustunnar á Geysi.
Elín Svafa Thoroddsen er ein af eigendum ferðaþjónustunnar á Geysi. mbl.is/Saga Sig

Elín Svafa Thorodd­sen er ein af eig­end­um ferðaþjón­ust­unn­ar á Geysi og fær­ir okk­ur mat­seðil vik­unn­ar að þessu sinni. Hér sjá­um við úr­vals rétti sem bræða bragðlauk­ana – en ef það er ein­hver sem ætti að geta sett sam­an mat­seðil, þá er það Elín Svafa sem er sæl­keri út í fing­ur­góma.

Nýr veit­ingastaður opn­ar
Framund­an á Geysi eru mikl­ar ann­ir og und­ir­bún­ing­ur fyr­ir sum­arið. Nýr veit­ingastaður opn­ar í maí, Geys­ir Bistro, sem er þriðji veit­ingastaður­inn á Geysi en fyr­ir eru veit­inga­hús­in Geys­ir Glíma og Geys­ir veit­inga­hús sem er hót­el veit­ing­húsið. „Einnig erum við að hanna nýj­an mat­seðil fyr­ir Geys­ir veit­inga­hús sem og nýj­an kokteil­seðil. Við erum með vín­her­bergi í smíðum og erum að auka vín­úr­valið til muna hjá okk­ur“, seg­ir Elín Svafa.

Geys­ir rooftop og heilsu­lind á dag­skrá
Elín Svafa seg­ir að breyt­ing­ar séu framund­an á Geys­ir Glímu, þar sem boðið verði upp á ferska kokteila í sum­ar og úr­valið af heit­um drykkj­um mun aukast næsta vet­ur sem og auk­inn opn­un­ar­tími. „Við erum að taka nýj­an hluta á Hót­el Geysi í notk­un, Geys­ir „rooftop“ sem er þriðja hæðin á hót­el­inu, en þar er hægt að hafa einka­sam­kvæmi með aðgang að þaksvöl­um með dá­sam­legu út­sýni. Þar er lögð mik­il áhersla á fal­lega hönn­un og vönduð hús­gögn, en ein­stakt um­hverfi er einn af aðalþátt­um upp­lif­un­ar á hót­el­inu“, seg­ir Elín Svafa og bæt­ir við; „Einnig erum við byrjuð að leggja drög að Geys­ir heilsu­lind en fyrsta skrefið mun, í sam­starfi við Sól­ey Org­anics, vera frum­sýnt á Hönn­un­ar­mars sem er í þetta skiptið núna í maí. Við hvetj­um alla til að leggja leið sína á Grand­ann þann 6. maí og skoða frá­bæra nýj­ung sem er búin að vera í þróun hjá okk­ur í frá­bæru sam­starfi“, seg­ir Elín Svafa – og við merkj­um við sjötta maí í daga­talið.

Allt hrá­efnið ferskt úr sveit­inni
„Við leggj­um mikla áherslu á ís­lenskt eld­hús og fersk hrá­efni beint frá býli enda búum við í ómet­an­legri mat­arkistu þar sem ræktað er ferskt græn­meti til dæm­is Gufu­hlíðar gúrk­ur og Friðheima tóm­at­ar sem og kjöt beint af býli. Við fáum fersk­an fisk á hverj­um degi og snæðum yf­ir­leitt góðan fisk í há­deg­is­mat á Geys­ir Glímu hjá mat­reiðslu­meist­ar­an­um Heiðari Ragn­ars­syni. Og það er hvergi betri steik né nauta carpaccio að finna en hjá yf­ir­mat­reiðslu­meist­ara hót­els­ins Bjarka Hilm­ars­syni – þannig heima fyr­ir elda ég oft græn­met­is­rétti og létt­ari rétti. Um helg­ar hef ég mjög gam­an af því að prófa nýj­ar upp­skrift­ir og gefa mér góðan tíma í eld­hús­inu“, seg­ir Elín Svafa að lok­um.

Mánu­dag­ur:
Stelp­urn­ar okk­ar eru svo heppn­ar að vera í besta skóla­mötu­neyti lands­ins með frá­bær­an kokk og fá þær alltaf fisk þar á mánu­dög­um. Ég hef því yf­ir­leitt græn­met­is­rétt á mánu­dög­um í kvöld­verð. Við erum öll mjög hrif­in af kúr­bít og því er þessi kúr­bíts­rétt­ur til­val­inn á mánu­degi.

Þriðju­dag­ur:
Við erum öll mjög hrif­in af súp­um og mexí­kóskri mat­reiðslu og því er þessi súpa til­val­in á þriðju­degi.

Miðviku­dag­ur:
Á hót­el­inu bjóðum við upp á bleikju með risotto og það er einn af mín­um upp­á­halds­rétt­um - ég myndi reyna að leika það eft­ir en ör­ugg­lega ekki með jafn góðum ár­angri. Það væri bæði hægt að bjóða upp á þetta risotto með lax eins og er í upp­skrift­inni eða bleikju eins og er í seinni upp­skrift­inni.

Fimmtu­dag­ur:
Við erum mjög hrif­in af ít­alskri mat­ar­gerð og ég hef mjög gam­an af því að elda pasta. Ég kýs alltaf ferskt pasta og við erum öll sam­mála að ein­fald­ar upp­skrift­ir og fá hrá­efni gera bestu pasta­rétt­ina.

Föstu­dag­ur:
Við erum eins og flest­ir með föstu­dagspít­suna og það er gam­an að prófa sig áfram þar. Ég er mest hrif­in af græn­met­ispít­sum og ég mæli með að prófa kúr­bít á pítsu! Ég gaf mann­in­um mín­um Ooni pít­sa­ofn í af­mæl­is­gjöf og nú get­um við prófað okk­ur áfram í eld­bökuðum pizz­um.

Laug­ar­dag­ur:
Humarsal­at er full­kom­inn laug­ar­dags­mat­ur sem öll fjöl­skyld­an elsk­ar. Ég myndi laum­ast út á hót­el og fá „middle east“ sós­una frá Bjarka yf­ir­mat­reiðslu­meist­ara hót­els­ins. Hún er full­kom­in á humarsal­atið en upp­skrift­in er al­gjört leynd­ar­mál.

Humarsal­at

Sunnu­dag­ur:
Góður dag­ur til að dunda sér í súpu­gerð og tæl­ensk er í miklu upp­á­haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert