Svona ræktar þú kartöflur á svölunum

Það er auðveldara en þú heldur að rækta kartöflur heima …
Það er auðveldara en þú heldur að rækta kartöflur heima á svölunum. Mbl.is/Getty Images_iStockphoto

Það er leik­ur einn að rækta kart­öfl­ur heima í garðinum eða á svöl­un­um ef því er að skipta. Og þetta er rétti árs­tím­inn til að prófa sig áfram – þá í lok mars fram til seinni­hluta apríl mánaðar.

Hvað þarf til?

  • Þú þarft þrjár til fimm kart­öfl­ur í hvern poka – sem hálf­gerð fræ.
  • Tóm­an eggja­bakka.
  • Stór­an poka til að rækta kart­öfl­urn­ar í.
  • Mold

Skref eitt:
Settu kart­öfl­urn­ar í tóm­an eggja­bakka og láttu standa út í sól­rík­um glugga. Inn­an nokk­urra vikna muntu sjá kart­öfl­una byrja að spíra. Þegar nýju stöngl­arn­ir hafa náð um 1,5 til 2,5 cm, þá eru þær til­bún­ar til gróður­setn­ing­ar. Hvert kart­öflu­út­sæði ætti að fram­leiða eina plöntu, sem ætti að gefa fimm til tíu kart­öfl­ur.

Skref tvö:
Sjáðu til þess að kart­öflu­sekk­irn­ir þínir séu með göt á botn­in­um til að vatn nái að leka út. Fylltu því næst pok­ann með um það bil 10 cm af mold og legðu kart­öfl­urn­ar þar ofan á. Passaðu að brjóta ekki nýju spír­urn­ar! Setjið því næst aðra 10 cm af mold þar ofan á. Sjáið til þess að sól­ar­ljósið nái að skína ofan á pok­ann.

Skref þrjú:
Nú tek­ur við biðtími – sem get­ur varað í allt að 10 til 20 vik­ur. Geymið pok­ann ut­an­dyra og sjáið til þess að vökva vel. Þegar sprot­arn­ir stækka, bætið þá við öðrum 10 cm af mold ofan á og svo aft­ur eft­ir tvær vik­ur.

Skref fjög­ur:
Upp­skeru­tími! Þú munt vita hvenær tími er til að upp­skera þegar lauf­in verða gul. Þá get­ur þú ein­fald­lega sturtað úr pok­an­um og tekið upp nýju kart­öfl­urn­ar þínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert