Geggjað mexíkóskt lasagna sem bragð er af

Girnilegt lasagne að hætti Matarmanna.
Girnilegt lasagne að hætti Matarmanna. mbl.is/Matarmenn

Ef það eru ein­hverj­ir sem kunna að raða sam­an hrá­efn­um í góða upp­skrift, þá eru það Mat­ar­menn. Hér er ómót­stæðilegt mexí­kóskt lasagna.

Geggjað mexíkóskt lasagna sem bragð er af

Vista Prenta

Mexí­kóskt lasagna að hætti Mat­ar­manna

  • 1 rauðlauk­ur
  • 6 hvít­lauks­geir­ar (kreist­ir)
  • 3 chili, fræhreinsuð
  • 80 g smjör
  • 1 kg nauta­hakk
  • 4-5 msk. Har­dcore carni­vore TEX MEX
  • 1 salsa sósa
  • 200 g rjóma­ost­ur
  • 2 msk. tóm­at­púrra
  • 250 g mexí­kósk osta­blanda
  • 200 g chedd­ar ost­ur
  • 6 stór­ar tortill­ur
  • 1 dolla sýrður rjómi
  • Fersk­ur kórí­and­er

Pillo de gallo

  • 8 plóm­u­tóm­at­ar
  • ½ rauðlauk­ur
  • 3 msk. smátt­skor­inn kórí­and­er
  • Safi úr ½ lime
  • 1 msk. cumm­in
  • 1 msk. mul­in kórí­and­erfræ

Aðferð:

  1. Und­ir­búið  og skerið rauðlauk­inn, hvít­lauk­inn og chili.
  2. Útbúið Pillo de gallo-ið og setjið inn í ís­skáp.
  3. Hitið ofn­inn í 180°.
  4. Hitið pönnu á meðal­há­an hita með smjör­inu.
  5. Næst fer smátt skor­inn rauðlauk­ur, kreist­ir hvít­lauks­geir­ar og chili á pönn­una. Steikið þar til græn­metið mýk­ist.
  6. Nú fer hakkið sam­an við, steikið þar til vökvinn hverf­ur og hakkið er orðið brúnt.
  7. Kryddið hakkið með Har­dcore carni­vore krydd­inu og blandið vel sam­an.
  8. Nú fer salsa sós­an, tóm­at­púrr­an og rjóma­ost­ur­inn sam­an við og allt hrært vel sam­an. Leyfið að malla í 5-10 mín­út­ur.
  9. Skerið tortilla kök­urn­ar í helm­inga og komið fyr­ir í eld­föstu móti.
  10. Setjið í eft­ir­far­andi röð, 4 hæðir (kök­ur, hakk, ost­ur. Loka­hæðin er svo toppuð með hakk­rétt og chedd­ar osti.
  11. Inn í ofn þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað og borið fram með Pillo de gallo, sýrðum rjóma og fersk­um kórí­and­er.

Pillo de gallo

  1. Allt smátt skorið og blandað sam­an.
  2. Geymið inn í kæli þar til borið fram.
mbl.is/​Mat­ar­menn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert