Hversu lengi endist koffín í líkamanum?

Drekkur þú mikið koffín yfir daginn?
Drekkur þú mikið koffín yfir daginn? mbl.is/Getty

Það eru  marg­ir sem þurfa koff­ín til að kom­ast í gegn­um dag­inn, rétt eins og bíl­ar þurfa eldsneyti. En hversu lengi end­ist koff­ínið í lík­am­an­um?

Þú finn­ur örv­andi efnið koff­ín, í drykkj­um eins og kaffi, tei, gos- og orku­drykkj­um. En skyndikaffi inni­held­ur að meðaltali um 60 mg af koff­íni í hverj­um bolla sam­kvæmt Drug Wise. Koff­ín hef­ur svo­kallaðan helm­ing­un­ar­tíma í kring­um fjór­ar til sex klukku­stund­ir. Sem þýðir að lík­am­inn þinn mun vinna úr helm­ingi þess magns af koff­íni sem þú neytt­ir á þeim tíma – því get­ur þú enn fundið fyr­ir áhrif­um koff­íns allt að sex klukku­stund­um eft­ir að þú hef­ur neytt þess. Þetta seg­ir okk­ur að kaffi­bolli um kvöld­mat­ar­leytið get­ur vel haldið fyr­ir okk­ur vöku á miðnætti.

Þeir sem vilja kom­ast í ró og hvílu eft­ir klukk­an níu á kvöld­in, ættu ekki að neyta koff­íns eft­ir klukk­an þrjú á dag­inn. Koff­ín get­ur þar að leiðandi valdið þreytu, með því að raska svefn­in­um okk­ar og hvíld­inni. Koff­ín get­ur einnig hindrað adenós­in, efnið í lík­am­an­um sem ger­ir okk­ur þreytt – og þá dett­um við inn í hinn óvin­sæla víta­hring með svefn­inn. Svefn­ráðgjaf­ar mæla með því að skipta yfir í koff­ín­lausa drykki, eða minnka smátt og smátt koff­índrykkj­una ef það er að valda þreytu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert