Millimálið sem mittið elskar

Hrökkkex - stútfullt af góðum fræjum.
Hrökkkex - stútfullt af góðum fræjum. mbl.is/

Það er gott að eiga milli­mál eða snakk sem þetta í skáp­un­um heima. Eitt­hvað sem hent­ugt er að grípa í þegar hungrið læðist aft­an að manni.

Millimálið sem mittið elskar

Vista Prenta

Milli­málið sem mittið elsk­ar

  • 2½ dl haframjöl
  • 1 dl ses­am­fræ
  • 1 dl hör­fræ
  • 1 dl sólkjarna­fræ
  • 1 dl graskers­fræ
  • 2½ dl hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 2 tsk. salt
  • 2 dl vatn
  • 1 dl olía (t.d. ses­a­mol­ía)

Aðferð:

  1. Hrærið öll þur­refn­in sam­an. Bætið því næst vatni og olíu sam­an við.  
  2. Skiptið deig­inu í tvo helm­inga. Takið hvorn helm­ing fyr­ir sig og leggið á bök­un­ar­papp­ír. Leggið ann­an bök­un­ar­papp­ír yfir og fletjið út í fern­ing.
  3. Bakið í 15-20 mín­út­ur við 180°C.
  4. Skerið með beitt­um hníf í pass­leg­ar stærðir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert