Hér er á ferðinni einfaldasta útgáfa af súkkulaðibrauði sem krakkarnir elska.
Stundum þarf ekkert að flækja hlutina um of, og þessi útgáfa af súkkulaðibrauði er gott dæmi um slíkt. En þeir sem elska súkkulaði-smjör eins og Nutella, ættu að prófa þessa aðferð næst er maginn kallar á eitthvað sætt. Hér eru tvær brauðsneiðar lagðar á borð og skorpan er skorin af. Því næst er súkkulaðinu smurt á aðra brauðsneiðina og hin sneiðin er lögð ofan á. Takið síðan gaffal og þrýstið meðfram öllum köntum til að loka brauðinu á hliðunum. Setjið samlokuna í ristavélina og leyfið henni að hita brauðið og súkkulaðið sem verður enn betra er það hitnar.