Sunnudagsbröns og súkkulaðisnúðar

Súrdeigsbrauð og súkkulaðisnúðar er uppskrift að fullkomnum bröns.
Súrdeigsbrauð og súkkulaðisnúðar er uppskrift að fullkomnum bröns. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er bröns sem klikk­ar ekki að sögn Hild­ar Rut­ar sem á heiður­inn að kræs­ing­un­um. Ofn­bakaðar tóm­at­ar, osta­egg, avóka­dó og smjör­deigs­snúðar fyllt­ir með súkkulaðismyrju.

Sunnudagsbröns og súkkulaðisnúðar

Vista Prenta

Sunnu­dags­bröns og súkkulaðisnúðar

Súkkulaðisnúðar

(upp­skrift­in ger­ir 6 snúða)

  • 4 smjör­deigs­plöt­ur (frosn­ar frá t.d. Find­us)
  • 2-4 msk. súkkulaðismyrja
  • 1 pískað egg

Aðferð:

  1. Leggið smjör­deigs­plöt­urn­ar á borð og notið köku­kefli til að stækka deigið lít­il­lega.
  2. Dreifið nu­tella jafnt á tvær smjör­deigs­plöt­ur og leggið hinar ofan á svo úr verði sam­loka með súkkulaði á milli.
  3. Skerið í sex strimla og snúið uppá þá. Búið til snúða úr þeim með því að mynda hring.
  4. Penslið með eggi og bakið í ofni við 200°C í ca. 20 mín­út­ur eða þar til snúðarn­ir eru orðnir gyllt­ir.

Ristað súr­deigs­brauð meða osta­eggj­um og bökuðum tómöt­um

  • Smjör eft­ir smekk
  • Avóka­dó eft­ir smekk
  • Ses­am­blanda krydd

Ofn­bakaðir tóm­at­ar

  • 200-250 g kokteil­tóm­at­ar
  • 1 msk ólífu­olía
  • 2 msk ferskt or­egano, smátt skorið
  • 2 msk fersk basilika, smátt skorið
  • Salt & pip­ar

Egg með osti

  • 6 egg
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar
  • 1 dl rif­inn chedd­ar ost­ur
  • ½ rif­inn par­mes­an ost­ur
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið tóm­at­ana í bita og blandið sam­an við 1 msk ólífu­olíu, or­egano, basiliku, salti og pip­ar. Dreifið þeim í lítið eld­fast mót.
  2. Bakið tóm­at­ana í ca. 10-15 mín­út­ur við 190°C.
  3. Pískið egg­in í skál og steikið upp úr ólífu­olíu. Blandið ost­in­um sam­an við í lok­in og setjið í skál.
  4. Smyrjið brauðsneiðarn­ar með smjöri, dreifið eggj­um, tómöt­um og avóka­dó yfir. Kryddið með ses­am­krydd­inu og njótið.
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert