Pasta með hráskinku og mozzarella

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Þessi pasta­rétt­ur er með ein­dæm­um bragðgóður og ein­fald­ur. Hrá­skink­an hef­ur þann eig­in­leika að gera all­an mat betri og mozza­erella ost­ur­inn ætti að vera í öll­um mat.

Hérna höf­um við rétt sem er dæmi um það hvað góð hrá­efni eru mik­il­væg. Ekk­ert flókið - öllu blandað sam­an í eitt fat og út­kom­an er dýr­ind­is kvöld­mat­ur eða rétt­ur í saum­klúbb­inn eða á veislu­borðið.

Pasta með hráskinku og mozzarella

Vista Prenta

Pasta með hrá­skinku og mozzar­ella kúl­um

  • 2 öskj­ur kokteil­tóm­at­ar
  • 3 stk. hvít­lauksrif
  • 1⁄2 tsk. chili flög­ur
  • 2 tsk. salt
  • hand­fylli fersk­ar kryd­d­jurtir, t.d. timj­an eða rós­marín
  • 500 g fusilli pasta
  • 100 g grænt pestó
  • 100 g spínat
  • salt og pip­ar
  • 180 g mozzar­ella perl­ur eða kúl­ur
  • 80 g hrá­skinka
  • hand­fylli fersk basilíka

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 200°C.
  2. Setjið tóm­at­ana í eld­fast mót ásamt ólífu­olíu.
  3. Kremjið hvít­lauk­inn sam­an við og dreifið salti, chili flög­um og kryd­d­jurt­um yfir.
  4. Hrærið öllu létt sam­an og bakið í ofni í 10-15 mín.
  5. Sjóðið pastað á sama tíma sam­kvæmt leiðbein­ing­um, þegar það er full soðið, sigtið vatnið frá og setjið pastað aft­ur í pott­inn.
  6. Blandið pestó, spínati og helm­ingn­um af mozzar­ella ost­in­um sam­an við pastað.
  7. Takið þá eld­fasta mótið úr ofn­in­um og blandið past­anu sam­an við tóm­at­ana í eld­fasta mót­inu.
  8. Sáldrið salti og pip­ar sam­an við eft­ir smekk.
  9. Þá er rest­inni af mozzar­ella ost­in­um dreift yfir ásamt hrá­skin­kunni.
  10. Setjið aft­ur inn í ofn í u.þ.b. 10 mín.
  11. Skerið basilík­una niður og dreifið yfir rétt­inn þegar hann kem­ur úr ofn­in­um.

Höf­und­ur: Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir

Ljós­mynd/​Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert