Hljómar ekki vel að fá sér tíramisú í morgunmat? Hér er grautur sem kaffiunnendur mega ekki láta framhjá sér fara. Og það besta er að, þennan má auðveldlega útbúa kvöldinu áður að sögn Helgu Möggu sem á heiðurinn að uppskrfitinni.
Tíramisú morgungrauturinn sem vekur þig
- 40 g haframjöl
- 5 g chia fræ
- 5 g kakó duft
- Smá salt
- 25 g vanillu próteinduft
- 1 lítill sterkur kaffibolli 30 ml
- 75 ml fjörmjólk
- 130 g Ísey vanilluskyr
Aðferð:
- Þú byrjar á að setja saman í skál haframjöl, chia fræ, kakó, salt og próteinduft. Blandar svo saman við þetta kaffinu og fjörmjólkinni og lætur blönduna bíða í ísskáp yfir nótt. Ef þú ert að gera grautinn samdægurs er sniðugt að minnka örlítið mjólkina svo grauturinn verði þykkari, blandar þá saman í skál og lætur bíða í um 15 mínútur.
- Þú raðar svo lögum af hafragrautnum og vanilluskyrinu á víxl og setur smá kakó efst.
- Mér finnst þægilegt að nota instant kaffiduft til að búa til kaffibollann.