Kakan sem fullkomnar flest

Ljósmynd/Valla - GRGS.is

Þessi dá­sam­lega fal­lega og spari­lega terta er sann­ar­lega boðberi hækk­andi sól­ar, bjart­sýni og gleði. Svo bragðgóð og fersk. Hún pass­ar full­kom­lega á páska­borðið eða í ferm­ing­ar­veisl­una.

Hún er í sjálfu sér ekki flók­in í gerð en smá tíma tek­ur að út­búa hana en það er svo full­kom­lega þess virði. Jarðarberja­skyrið og mascarpo­ne rjóma­ost­ur­inn tóna vel sam­an með lemon curd og fersk­um jarðarberj­um. Það er hægt að út­búa hana með góðum fyr­ir­vara þar sem hún geym­ist vel í kæli.

Það er eng­in önn­ur en Val­gerður Gréta Grön­dal á GRGS sem á heiður­inn að þess­ari snilld.

Kakan sem fullkomnar flest

Vista Prenta

Spari­leg jarðarberja­ostakaka

Botn

  • 200 g Digesti­ve heil­hveitikex
  • 85 g smjör, brætt
  • 1 tsk. flór­syk­ur

Fyll­ing

  • 200 g ís­lensk­ur Mascarpo­ne frá Gott í mat­inn
  • 2 dl rjómi frá Gott í mat­inn
  • 250 g Ísey skyr með jarðarberj­um
  • 1 stk. sítr­óna, safi og börk­ur
  • 100 g flór­syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 5 stk. mat­ar­líms­blöð (4-5 stk.)
  • fersk jarðarber, magn eft­ir smekk

Lemon curd

  • 3 stk. sítr­ón­ur, safi og börk­ur
  • 300 g syk­ur
  • 200 g smjör
  • 4 stk. stór egg
  • rif­inn börk­ur af sítr­ón­un­um
  • 120 ml sítr­ónusafi úr sítr­ón­un­um
  • 1⁄8 tsk. salt

Botn

  1. Byrjið á því að bræða smjörið, látið mesta hit­ann rjúka úr.
  2. Setjið kexið í mat­vinnslu­vél og myljið smátt.
  3. Setjið kexið í skál ásamt bræddu smjör­inu og flór­sykri og blandið sam­an þar til bland­an lít­ur út eins og blaut­ur sand­ur.
  4. Setjið bök­un­ar­papp­ír í botn­inn á 20 cm smellu­formi, setjið kexblönd­una í formið og þjappið laus­lega.
  5. Setjið botn­inn í kæli á meðan fyll­ing­in er gerð.

Fyll­ing

  1. Setjið mat­ar­límið í bleyti í kalt vatn.
  2. Setjið mascarpo­ne ost­inn í skál og þeytið í smá­stund þar til hann er far­inn að mýkj­ast.
  3. Raspið sítr­ónu­börk­inn af sítr­ón­unni og setjið hann sam­an við.
  4. Bætið skyri og flór­sykri út í og þeytið þar til bland­an er sam­felld og kekkjalaus. Setjið til hliðar.
  5. Þeytið rjómann, ekki al­veg þar til hann er stífþeytt­ur en nán­ast. Blandið hon­um með sleikju sam­an við osta­blönd­una.
  6. Kreistið vatnið úr mat­ar­lím­inu og setjið í lít­inn pott ásamt saf­an­um úr sítr­ón­unni. Hitið þar til mat­ar­límið er upp­leyst og takið þá strax af hell­unni.
  7. Takið kúfaða mat­skeið af osta­köku­blönd­unni og setjið út í pott­inn með mat­ar­lím­inu og hrærið sam­an þar til bland­an er sam­felld og kekkjalaus. Setjið þá mat­ar­líms­blönd­una út í osta­köku­fyll­ing­una. Með þess­ari aðferð eru minni lík­ur á því að mat­ar­límið fari í kekki í blönd­unni.
  8. Takið botn­inn úr kæli og hellið osta­köku­fyll­ing­unni yfir botn­inn og sléttið úr með skeið. Setjið aft­ur í kæli.
  9. Gerið lemon curd á meðan kak­an er í kæli. Best að hún sé í kæli yfir nótt eða að minnsta kosti 4 tíma.
  10. Þegar bera á kök­una fram, smyrjið hana þá með lemon curd og skreytið með fersk­um jarðarberj­um, mér finnst einnig smart að setja nokk­ur blóm með spari.

Lemon curd (sítr­ónu­mauk)

  1. Skolið sítr­ón­urn­ar vel og þerrið. Raspið af þeim börk­inn en passið að fara ekki niður í hvíta hlut­ann. Setjið syk­ur­inn og börk­inn í mat­vinnslu­vél og vinnið sam­an í smá­stund.
  2. Setjið smjörið, sítr­ónusafa og salt út í og vinnið sam­an aðeins leng­ur. Bætið þá einu eggið út í í einu.
  3. Setjið vatn í pott og stál eða gler­skál þar yfir. Setjið blönd­una úr mat­vinnslu­vél­inni í skál­ina og hitið var­lega upp í 75°C eða þar til sítr­ónu­smjörið er farið að þykkna. Þetta tek­ur ca. 10-15 mín. Fylg­ist vel með og hrærið all­an tím­ann. Passið að vatnið bullsjóði ekki því það gæti gerst hratt að bland­an breyt­ist í sítr­ónu­ommilettu og það vilj­um við alls ekki.
  4. Þegar bland­an er til­bú­in hellið henni í hrein­ar krukk­ur. Kælið.
  5. Þetta er ríf­leg upp­skrift og dug­ar í 3x 200 ml krukk­ur.
  6. Geym­ist mjög vel í kæli og sér­lega gott á ensk­ar skons­ur og vöffl­ur.
Ljós­mynd/​Valla - GRGS.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert