Svona endurnýjar þú eldhúsið á nokkrum dögum

Það þarf ekki að vera flókið að breyta til í …
Það þarf ekki að vera flókið að breyta til í eldhúsinu. mbl.is/mbl.is/&SHUFL

Dreym­ir þig um nýtt eld­hús en veskið neit­ar að gefa eft­ir? Hér eru nokk­ur atriði sem hægt er að gera til að flík­ka upp á eld­húsið sem þurfa ekki að kosta mik­inn pen­ing – en gera heil­mikið fyr­ir rýmið.

Blönd­un­ar­tæki
Skiptu út blönd­un­ar­tæk­inu við eld­hús­vaskinn – kannski viltu prófa að færa þig út í svart eða gyllt. Það mun án efa fríska upp á heild­ar­út­litið.

Hand­föng
Ný hand­föng á skúff­ur og skápa geta miklu breytt. Hér get­ur þú sett þinn per­sónu­lega stíl á inn­rétt­ing­una án þess að það kosti mik­inn pen­ing.

Málaðu vegg
Það breyt­ist margt með smá máln­ingu á vegg­ina. Veldu lit sem gef­ur góða og mjúka and­stæðu við sjálfa inn­rétt­ing­una.

Lýs­ing
Gefðu eld­hús­inu nýtt líf með spenn­andi lýs­ingu – því með góðri lýs­ingu breyt­ist „allt“! Hugaðu út í vinnu­ljós sem og kósí lýs­ingu jafn­vel á vegg­inn.

Nýj­ar hill­ur
Þú gæt­ir losað þig við þunga efri skápa og skipt út með létt­ari hill­um til að leyfa fal­legu leirtauinu að njóta sín bet­ur.

Flís­ar
Sértu með flís­ar á veggn­um er ekki vit­laus hug­mynd að mála þær eða skipta út fyr­ir ann­ars­kon­ar efnivið á vegg­inn. Hug­mynd­irn­ar eru ótelj­andi!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert