Dýrindis pavlóva með geggjaðri fyllingu

Ljósmynd/Guðrún Ýr

Hér gef­ur að líta eina af okk­ar upp­á­halds kök­um – sjálfa pavóv­una. Hér er hún formuð á afar skemmti­leg­an hátt þannig að inn í henni mynd­ast nokk­urs­kon­ar skál en hliðarn­ar eru dregn­ar upp með skeið.

Hér er það Guðrún Ýr á Döðlur & smjör sem galdr­ar fram þessa tíma­lausu snilld.

Dýrindis pavlóva með geggjaðri fyllingu

Vista Prenta

Pavlova

  • 4 (150 g) eggja­hvít­ur
  • hnífsodd­ur af salti
  • 60 ml kalt vatn
  • 250 g syk­ur
  • 1 tsk. edik
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 1/​2 msk. maís­sterkja (maizena)

Stillið ofn­inn á 135°c. Hrærið sam­an eggja­hvít­um og salti sam­an þar til þær eru orðnar léttþeytt­ar. Stillið á lága still­ingu og hellið köldu vatni í mjórri bunu sam­an við eggja­hvít­urn­ar og sykr­in­um í fram­haldi. Stífþeytið, þar til hægt er að hvolfa skál­inni án þess að ein­hver hreyf­ing sé í skál­inni. Blandið þá sam­an ed­iki, vanillu­drop­um og maís­sterkj­unni sam­an við með sleikju.

Gott er að teikna hring á bök­un­ar­papp­ír til þess að hafa til viðmiðunar þegar pavlov­an er mótuð. Tæmið úr skál­inni á bök­un­ar­papp­ír­inn og mótið í hring, hugsið um að gera eld­fjall. Há pavlova með gíg í miðjunni. Þegar þið hafið mótað að mestu, rennið með spaða upp með hliðunum til að fá hana slétta og fal­lega. Lækkið hit­ann í 120°c og bakið í 60 mín- Bannað að opna ofn­inn meðan pavlov­an bak­ast. Slökkvið á ofn­in­um og leyfið henni að vera þar í nokkra stund. Miðjan mun falla mögu­lega en það er í góðu lagi og gef­ur rými fyr­ir fyll­ingu.

Fyll­ing

  • 100 g dökkt súkkulaði
  • 100 g rjóma­ost­ur
  • 400 ml rjómi
  • 4 msk hind­berja­sulta
  • blá­ber
  • fros­in eða fersk hind­ber
  • blá­ber
  • Ca­dbury mini eggs

Bræðið súkkulaðið og blandið rjóma­ost­in­um ró­lega sam­an við. Ef rjóma­ost­ur­inn er kald­ur er gott að setja í nokkr­ar sek í ör­bylgj­una aft­ur. Létt þeytið rjómann og blandið súkkulaði og rjóma­ost­in­um sam­an við með sleikju.

Sam­setn­ing

Takið pavlov­una og setjið á disk. Setjið hind­berja­sultu í miðjuna á pavlov­unni og dreifið eins og þið getið. Þá er bara að setja súkkulaðirjómann í miðjuna og svo bara skella hon­um ofan á, dreifið úr hon­um með sleikju. Skerið hluta af berj­un­um í tvennt og skreytið með berj­un­um og súkkulaði eggj­un­um. Ef hind­ber­in eru fros­in er fal­legt að kremja þau svo þau bút­ist niður en þau mega ekki verið far­in að þiðna því þá verða þau bara mauk.

Ljós­mynd/​Guðrún Ýr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert