Syndsamlega góð bleikja sem hittir í mark

Sælkera fiskréttur sem hentar hvaða vikudegi sem er.
Sælkera fiskréttur sem hentar hvaða vikudegi sem er. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér bjóðum við upp á úr­vals fisk­rétt – bleikju með harissa kryddi, möndl­um og pek­an­hnet­um. Eða blanda sem stríðir bragðlauk­un­um, svo spenn­andi og bragðgóð er hún. Upp­skrift­in er úr smiðju Hild­ar Rut­ar sem mæl­ir með að bera fram með kínóa­sal­ati og mangó chut­ney jóg­úrtsósu.

Syndsamlega góð bleikja sem hittir í mark

Vista Prenta

Fisk­rétt­ur­inn sem stríðir bragðlauk­un­um (fyr­ir tvo)

  • 500 g bleikja eða lax
  • 1/​2 dl saxaðar pek­an­hnet­ur
  • 1/​2 dl saxaðar möndlu­f­lög­ur
  • 1 msk. harissa krydd
  • 1/​2 tsk salt
  • 1 msk ólífu­olía

Aðferð:

  1. Leggið fisk­inn á bök­un­ar­plötu þakta bök­un­ar­papp­ír og saltið og piprið eft­ir smekk.
  2. Smátt saxið möndlu­f­lög­ur og pek­an­hnet­ur.
  3. Blandið pek­an­hnet­un­um og möndlu­f­lög­un­um sam­an við harissa krydd, salt og ólífu­olíu.
  4. Dreifið blönd­unni jafnt ofan á bleikju­flök­in og bakið inní ofni við 190°C á blæstri í 12-15 mín­út­ur.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert