Glasakóngurinn Frederik Bagger í samstarf við fataframleiðanda

Frederik Bagger kynnti nýverið nýtt samstarf við herrafatamerkið Mos Mosh.
Frederik Bagger kynnti nýverið nýtt samstarf við herrafatamerkið Mos Mosh. mbl.is/Instagram_Frederik Bagger

Okk­ar eft­ir­læt­is krist­al­skóng­ur, Frederik Bag­ger, kynn­ir nýtt sam­starf með þekktu herrafata­merki.

Það var í byrj­un árs sem Frederik Bag­ger kynnti nýtt sam­starf með herrafata­merk­inu Mos Mosh – þar sem tvö þekkt hönn­un­ar­merki mæt­ast und­ir sama hatti. Nýja vöru­lín­an hef­ur verið kynnt til leiks, en þar má meðal ann­ars sjá hin þekktu Crispy Mate glös og karöflu, merkt fata­merk­inu. Þar fyr­ir utan geta herr­ar fest kaup á stutterma­bol eða peysu sem sam­ein­ar þetta nýja sam­starf – en vör­urn­ar eru fá­an­leg­ar á vefsíðunni HÉR.

Önnur nýj­ung sem Frederik Bag­ger býður upp á, er að nú geta fyr­ir­tæki leitað til þeirra með að láta sér­merkja fyr­ir sig krist­al­inn ef slíkt óskast - þá bæði með texta sem og logoi.

mbl.is/​In­sta­gram_Frederik Bag­ger
mbl.is/​In­sta­gram_Frederik Bag­ger
mbl.is/​In­sta­gram_Frederik Bag­ger
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert