Humarpastað sem Eva elskar

Eva María er mikill matgæðingur, þá ekki bara í sætum …
Eva María er mikill matgæðingur, þá ekki bara í sætum kökum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er eng­in önn­ur en Eva María hjá Sæt­um synd­um sem fær­ir okk­ur þessa ómót­stæðilegu upp­skrift að humarp­asta. Þeir sem þekkja til Evu Maríu vita að hún er ein­stak­ur heima­kokk­ur sem elsk­ar að sýsla í eld­hús­inu. „Þessa upp­skrift er ég búin að elda síðan ég byrjaði að búa árið 1998, hún hef­ur margoft verið gerð fyr­ir mat­ar­boð. Þetta pasta er dá­sam­legt, tek­ur smá tíma í fram­leiðslu en er svo sann­ar­lega þess virði,“ seg­ir Eva María.

Humarpastað sem Eva elskar

Vista Prenta

Humarp­astað sem Eva elsk­ar

  • 500 g skelflett­ur hum­ar
  • 500 g pasta – taglia­telle
  • 4 skalottu­lauk­ar
  • 4 hvít­lauksrif
  • 1 rauður chil­ipip­ar
  • 6 tóm­at­ar
  • 1,5 dl hvít­vín
  • sítr­óna
  • fersk stein­selja
  • sítr­ónupip­ar
  • 250 g smjör
  • ólífu­olía
  • salt og pip­ar
  • par­mesanost­ur til að strá yfir í lok­in

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera tóm­at­ana í báta, setjið í eld­fast mót, hellið ólífu­olíu yfir þannig að hún fljóti að hálfu yfir tóm­at­ana. Kryddið vel með salti, pip­ar og sítr­ónupip­ar. Bakið í ofni við 200 gráða hita og veltið tómöt­un­um reglu­lega í ol­í­unni þannig að þeir mauk­ist.
  2. Smellið smjöri á pönnu og steikið humar­inn. Skiljið smjörið frá og setjið humar­inn til hliðar.
  3. Saxið lauk, hvít­lauk og chili smátt og steikið í ólífu­olíu ásamt klípu af smátt saxaðri stein­selju.
  4. Hellið humars­mjör­inu á pönn­una með skalottu/​hvít­lauks/​chili-ol­í­unni. Bætið við tóm­ata­mauki og hvít­víni og kreistið saf­ann úr sítr­ón­unni út í blönd­una. Leyfið að malla á pönn­unni á miðlungs­hita í nokkr­ar mín­út­ur.
  5. Bætið humr­in­um við og látið malla í smá­stund á meðan hann er að hitna á ný.
  6. Pastað er soðið skv. leiðbein­ing­um, sett á fal­legt fat eða í stóra skál. Hum­ar­blönd­unni hellt yfir ásamt saxaðri ferskri stein­selju.
  7. Mik­il­vægt er að bera fram nýrif­inn par­mesanost með past­anu og smá sjáv­ar­salt yfir.
  8. Mæli með að bíða í 10 mín­út­ur eft­ir að pastað er klárt með að njóta en meðan það kóln­ar smá verður bragðið enn dýpra og öll hrá­efn­in njóta sín bet­ur.
Humarpasta a la Eva María.
Humarp­asta a la Eva María. mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert