TikTok kaffitrixið sem er að trenda

mbl.is/Getty Images

Við njót­um fyrsta kaffi­bolla dags­ins á ýmsa vegu – hvort sem hann er tek­inn heima um morg­un­inn eða seinna um dag­inn í vinn­unni. Hér er aðferð sem við rák­umst á á vin­sælda­vefn­um TikT­ok og þykir víst af­bragðsgóð.

Hér er hellt upp á kaffi­bolla að eig­in vali og girni­leg­um íspinna er stungið ofan í kaffið þar sem hann bráðnar ofan í drykk­inn – og ekki verra ef ís­inn er þak­inn hágæða súkkulaði og jafn­vel öðru knasi. Við hér á mat­ar­vefn­um höf­um þó ekki prófað okk­ur áfram með út­færsl­una, en lang­ar að heyra frá ykk­ur ef þið þorið.

mbl.is/​TikT­ok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert