Einföld leið til að þrífa skítugar pönnur

Það er til einföld aðferð til að þrífa skítugar pönnur.
Það er til einföld aðferð til að þrífa skítugar pönnur. mbl.is/

Fastar og jafnvel brenndar matarleyfar á pönnunni, munu fljúga af við þessa þrifaðferð sem við sjáum hér.

Við könnumst öll við að hafa brennt mat við á pönnunni og eftir situr hálfgerð brunarúst. Nú eða að við gleymum að þrífa pönnuna eftir notkun og erum í vandræðum með að gera hana hreina á ný. Til þess að þrífa pönnuna, skaltu taka nokkra ísmola og setja á pönnuna ásamt matskeið af salti. Hitaðu pönnuna til að ísmolarnir bráðni og þú getur leikið þér að því að þrífa hana – þar sem saltið og vatnið mun leysa upp fituna og óhreinindin. Hér er þó líka ráðlagt að þvo pönnuna í lokin með örlítið af uppþvottalögi og þerra vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka