Kokteillinn sem kallar á sumarið

Ferskur og flottur kokteill sem kallar á sumarið.
Ferskur og flottur kokteill sem kallar á sumarið. mbl.is/Bobedre.dk

Það er kom­inn tími á að hressa sig við með fersk­um og sum­ar­leg­um kokteil – enda sum­arið rétt hand­an við hornið sam­kvæmt daga­tali, þó að veðrið segi til um annað. Og hér er upp­skrift að ein­stak­lega ferskri marga­rítu.

Kokteillinn sem kallar á sumarið

Vista Prenta

Kokteill­inn sem kall­ar á sum­arið

1 drykk­ur

  • 3 sneiðar af gúrku
  • 2 cl nýkreist­ur lime safi
  • 4 cl tequila
  • 2 cl Co­intreau
  • 3 cl elder­flower safi (öld­ur­blóma­safi)
  • Ísmol­ar
  • Gúrkustriml­ar og li­mesneið til skrauts

Aðferð:

  1. Setjið gúrkusneiðar og li­mes­afa í hrist­ara og maukið vel sam­an.
  2. Bætið tequila, Co­intreau og elder­flower saf­an­um út í og fyllið með ís­mol­um.
  3. Hrisstið drykk­inn vel, sigtið og hellið beint í glas fyllt með ís­mol­um.
  4. Skreytið með gúrkustriml­um og lime sneið.

Upp­skrift: Bo­bedre.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert