Kostir þess að elda með makanum

Þessi tvö eru að fara elda eitthvað mjög hollt og …
Þessi tvö eru að fara elda eitthvað mjög hollt og gott ef marka má myndina. mbl.is/

Það er róm­an­tískt að breyta hvers­dags­leg­um at­höfn­um með mak­an­um þínum, yfir í hálf­gerð stefnu­mót. Og það get­ur þú auðveld­lega gert í eld­hús­inu.

Hvort sem þið takið létta göngu um hverfið, farið sam­an í mat­ar­búðina eða jafn­vel takið heim­il­isþrif­in – þá verður allt aðeins auðveld­ara og skemmti­legra ef þú ger­ir það með mann­eskj­unni sem þú elsk­ar. Og eitt af þess­um atriðum get­ur svo sann­ar­lega verið að elda sam­an.

Kost­irn­ir við að elda með mak­an­um

  • Mat­ur eða fæða er eitt af því fyrsta sem við lær­um inn á sem börn – að tengj­ast ann­arri mann­eskju með eða í gegn­um mat. Og sama gild­ir er við verðum eldri.
  • Við þurf­um að borða til að lifa, og því ekki að hjálp­ast að til að koma matn­um fyrr á borðið. Hér sækj­ast báðir aðilar eft­ir sama mark­miðinu.
  • Að mat­reiða sam­an er góð leið fyr­ir gæðastund, án þess að vera und­ir of miklu álagi. Hér fer ein­beit­ing­in í mat­ar­gerðina og þú teng­ist mak­an­um þínum á ann­an máta. Kannski up­p­lögð stund til að fara yfir dag­inn, eða ágrein­ings­mál. Því með því að skipu­leggja vinn­una í eld­hús­inu, þá hver ger­ir hvað – get­ur hjálpað pör­um að vinna í gegn­um smá­vægi­leg vanda­mál án þess að grípa til rifr­ilda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert