Á borðstofan að vera opin eða lokuð?

Ert þú með opið á milli eldhúss og borðstofu?
Ert þú með opið á milli eldhúss og borðstofu? mbl.is/Nuura

Ef þú ert í hug­leiðing­um með að opna rýmið frá eld­húsi yfir í borðstofu, þá mun þetta ef­laust hjálpa til við að taka ákvörðun.

  • Með því að opna frá eld­húsi yfir í borðstofu, en láta stof­una eft­ir sitja – þá hef­ur þú meiri mögu­leika á að skipta um „um­hverfi“, og eða loka á óreiðuna í eld­hús­inu og slaka á í sóf­an­um með fjöl­skyld­unni eða gest­um eft­ir mat­ar­boð.
  • Ertu kannski með mögu­leika á að raða upp rýmun­um í „L-laga“ form, til að staðsetja eld­hús og stofu í sitt­hvorn end­ann? Þá er auðveld­ara að draga sig til hlés, en samt vera með ákveðna yf­ir­sýn í hin rým­in.
  • Ein lausn gæti verið sú að hafa rým­in aðskil­in, en setja upp renni­h­urðar sem auðvelt er að opna og loka eft­ir þörf­um. Það er ekki bara praktískt, held­ur líka mjög smart – því hurðarn­ar geta þess vegna verið úr gleri sem hleypa þá birtu bet­ur í gegn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert