300 kílóa borðplata skorin úr eldfjalli

Guðdómlega fallegt eldhús, hannað af Garde Hvalsøe.
Guðdómlega fallegt eldhús, hannað af Garde Hvalsøe. mbl.is/Garde Hvalsøe

Þau verða vart fallegri en þetta hér – sérsmíðað eldhús sem væri svo sannarlega gaman að fá að elda í.

Eldhúsið er smíðað af danska framleiðandanum Garde Hvalsøe, sem við höfum áður rætt um hér á matarvefnum. En eldhúsið er sérsmíði og það fyrsta sem er handmálað frá þeim miklu snillingum sem þar starfa – en innréttingin sjálf er úr massívri eik. Hér sjást æðar viðsins í gegn sem gefa innréttingunni enn meiri sjarma. Í botninum á skúffunum er leður sem gefur ákveðna hlýju og mýkt þegar leirtauið er lagt þar niður, og er vandaður díteill.

Borðplatan er ekki af verri endanum, því hún er skorin úr eldfjallinu Etnu í Sikiley og vegur tæp 300 kíló. Eigendur hússins óskuðu eftir eldhúsi sem myndi endast og halda sjarma og karakter næstu áratugina, og er óhætt að fullyrða að slíkt hefur tekist og gott betur en það.

mbl.is/Garde Hvalsøe
mbl.is/Garde Hvalsøe
mbl.is/Garde Hvalsøe
mbl.is/Garde Hvalsøe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka