Fyllt lambalæri með dýrindis piparsósu

Ljósmynd/Guðrún Ýr

Guðrún Ýr á Döðlur & smjör á heiður­inn að þess­ari upp­skrift en hér er lærið úr­beinað sem býður upp á skemmti­lega fyll­ingu. Guðrún not­ar bæði sal­atost og fersk­ar döðlur, ásamt svepp­um og hvít­lauk. Útkom­an er upp á tíu!

Fyllt lambalæri með dýrindis piparsósu

Vista Prenta

Fyllt lamba­læri & dýr­ind­is pip­arsósa

Fyllt lamba­læri

  • 1 úr­beinað læri
  • 3-4 msk Bezt á lambið krydd
  • 1 blaðlauk­ur
  • 2-3 svepp­ir
  • 5 hvít­lauksrif
  • 1 sal­at­fetakubb­ur
  • 10 fersk­ar döðlur
  • 2 msk olía
  • salt og pip­ar
  • Hand­fylli timj­an (2 tsk þurrkað)
  • 2 msk Bezt á lambið krydd
  • Stillið ofn á 180°C.

Leggið úr­beinaða lærið á bretti og skerið í kjötið til að fletja kjötið eins vel út og hægt er.

Blandið þá blaðlauk, svepp­um og hvít­lauk sam­an í mat­vinnslu­vél og setjið síðan í skál. Myljið ost­inn sam­an við, bætið ol­í­unni sam­an við. Skerið döðlurn­ar niður og blandið öllu sam­an. Kryddið þá með salt og pip­ar, timj­an og Bezt á lambið krydd­inu.

Byrjið á því að krydda kjötið með Bezt á lambið, takið þá fyll­ing­una og leggið á lambið og dreifið vel yfir. Rúllið þá kjöt­inu upp og bindið þétt með bandi sem þolir eld­un, kryddið svo kjötið vel að utan með Bezt á lambið. Setjið í eld­fast mót og inn í ofn í 30 mín.

Eft­ir 30 mín setjið lok eða álp­app­ír yfir kjötið, hægt er að halda áfram að elda kjötið á 180°c í 1-2 klst í viðbót eða lækka hit­ann niður í 150°c og leyfa því að hæg­eld­ast í 3-4 klst.

Pip­arostasósa

  • 100 ml rjómi
  • 300 ml vatn
  • ½ pip­arost­ur
  • 1 pk Toro pip­arsósa

Setjið rjóma og 100 ml af vatni í pott ásamt pip­arosti, gott er að skera ost­inn niður til að hann sé fljót­ari að bráðna. Þegar ost­ur­inn er bráðnaður, hristið þá sam­an 200 ml vatn og 1 pk Toro pip­arsósu í krukku t.d. og hellið út í pott­inn. Leyfið sós­unni að malla í ör­fá­ar mín. Flókn­ara er það ekki!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert