Páskatertan sem sprengir alla skala

Ljósmynd/María Gomez

Hér erum við með köku úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is sem ætti að gleðja ansi marga enda er hún með því geggjaðasta sem sést hef­ur lengi. Við erum að tala um Rice Krispies þrista­botn með þristasósu og ban­an­ar­jóma. Al­gjör­lega sturluð sam­setn­ing sem þið verðið að prófa.

Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez



Páskatertan sem sprengir alla skala

Vista Prenta

Páska­terta árs­ins

Rice crispies þrista­botn 

  • 200 gr smjör 
  • 6 msk bök­un­ar­s­íróp (gold­en Syrup)
  • 250 gr þrist­ar 
  • 200-250 gr Rice Crispies 

Þristasósa 

  • 250 gr þrist­ar 
  • 1 dl rjómi 

Ban­an­ar­jómi 

  • 750 ml rjómi 
  • 1,5 ban­ani 
  • 2 msk flórysk­ur 
  • 1/​2 tsk lyfti­duft (rjóm­inn held­ur sér þá bet­ur en má sleppa)
  • Nokkr­ir sítr­ónu drop­ar (úr ferskri sítr­ónu til að setja á ban­an­ann svo hann verði ekki brúnn)
  • Gul­ur mat­ar­lit­ur 

Ofan á 

  • 1 pakki eða 150 gr Völu ban­an­astang­ir 

Aðferð

Rice crispies þrista­botn 

  1. Setjið smjör, síróp og smátt skorna þrista sam­an í pott og bræðið sam­an við væg­an hita 

  2. Leyfið þessu ögn að sjóða sam­an í smá stund svo þetta verði eins og klístruð súkkulaðik­ara­mella 

  3. Slökkvið þá und­ir og bætið 225 gr Rice Crispies út í og hrærið var­lega sam­an þar til allt Rice crispíið er þakið þristasós­unni 

  4. Setjið næst í 26 cm smellu­form og látið ná al­veg upp að brún­inni við kant­ana en hafið dæld fyr­ir miðju svo þetta verði eins og Rice Crispies skál (gott er að klippa út smjörpapp­ír í hring að sömu stærð og botn­inn á form­inu og setja í botn­inn á því)

  5. Setjið í fryst­ir í eins og 1 klst og gerið þristasós­una á meðan 

Þristasósa 

  1. Setjið 250 gr af smátt skorn­um þrist­um í pott og 1 dl rjóma 

  2. Bræðið vel sam­an við væg­an hita og hrærið reglu­lega í þar til allt er vel bráðið sam­an

  3. Leyfið sós­unni að standa í smá stund upp á borði í skál svo hún kólni ögn og gerið ban­an­ar­jómann á meðan 

Ban­an­ar­jómi 

  1. Setjið rjóma, flór­syk­ur, gul­an mat­ar­lit og lyfti­duft sam­an í skál og stífþeytið rjómann 

  2. Stappið ban­ana og setjið nokkra sítr­ónu­dropa út á eins og 3- 4 dropa til að hann verði ekki brúnn með tím­an­um (má samt sleppa)

  3. Hrærið svo var­lega sam­an stappaða ban­an­an­um við þeytta rjómann 

Sam­setn­ing

  1. Takið nú rice crispies botn­inn úr fryst­in­um og úr mót­inu og setjið hann á kökudisk
  2. Hellið svo þristasós­unni í dæld­ina á botn­in­um og setjið í fryst­ir í eins og 10 mín 
  3. Fyllið svo með þeytta ban­an­ar­jóm­an­um og skerið 150 gr af ban­ana­stöng­um og setjið ofan á rjómann 
  4. Mér finnst gott að setja kök­una í frysti í alla­vega hálf­tíma áður en hún er bor­in fram en finnt lang­best að bera hana fram eins og eft­ir 1-2 klst jafn­vel leng­ur úr fryst­in­um 

Þessa köku er hægt að bera fram jafnt sem rjóma­tertu eða ís­tertu. Mér per­sónu­lega finnst hún betri sem ís­terta. Leyfið henni að kólna í fryst­ir í eins og 30 mín ef bera á hana fram sem rjóma­tertu en minnst 1 klst eða leng­ur ef bera á hana fram sem ís­tertu.

Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert