Það eru ekki nema rétt um 163 þúsund myndir myllumerktar á Instagram undir nafninu #dalgonacoffee – sem segir okkur að þessi vinsæli kaffidrykkur sé með þeim vinsælli. Hér er uppskrift að „Dalgona“ kaffi eins og drykkurinn þekkist hvað best þar ytra.
Kaffidrykkur fyrir lengra komna
Kaffidrykkur fyrir lengra komnar
- 2 msk. tilbúið kaffi
- 2 msk. sykur
- 2 msk. heitt vatn
- 1 dl mjólk
- Ísmolar
Aðferð:
- Hellið kaffi, sykri og heita vatninu í skál og pískið með handþeytara, þar til blandan verður að ljósbrúnni froðu.
- Setjið ísmola í glas og hellið mjólkinni yfir, og setjið því næst þeyttu froðuna yfir.
- Berið kaffið fram með skeið og blandið saman að vild.