Kaffidrykkur fyrir lengra komna

Kaffidrykkurinn sem er með þeim vinsælli þar ytra.
Kaffidrykkurinn sem er með þeim vinsælli þar ytra. Mbl.is/Getty Images

Það eru ekki nema rétt um 163 þúsund mynd­ir myllu­merkt­ar á In­sta­gram und­ir nafn­inu #dal­gonacof­fee – sem seg­ir okk­ur að þessi vin­sæli kaffi­drykk­ur sé með þeim vin­sælli. Hér er upp­skrift að „Dal­gona“ kaffi eins og drykk­ur­inn þekk­ist hvað best þar ytra.

Kaffidrykkur fyrir lengra komna

Vista Prenta

Kaffi­drykk­ur fyr­ir lengra komn­ar

  • 2 msk. til­búið kaffi
  • 2 msk. syk­ur
  • 2 msk. heitt vatn
  • 1 dl mjólk
  • Ísmol­ar

Aðferð:

  1. Hellið kaffi, sykri og heita vatn­inu í skál og pískið með handþeyt­ara, þar til bland­an verður að ljós­brúnni froðu.
  2. Setjið ís­mola í glas og hellið mjólk­inni yfir, og setjið því næst þeyttu froðuna yfir.
  3. Berið kaffið fram með skeið og blandið sam­an að vild.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert