Kakan sem Eva segir að fullkomni veisluborðið

Eva María Hallgrímsdótir
Eva María Hallgrímsdótir Unnur Magna

Köku­skreyt­ing­ar og bakst­ur ligg­ur vel fyr­ir Evu Maríu hjá Sæt­um Synd­um. Hér leiðir hún okk­ur í gegn­um hvernig best sé að út­færa Rice Krispies stafa-köku, sem full­komn­ar veislu­borðið.

Kakan sem Eva segir að fullkomni veisluborðið

Vista Prenta

Kak­an sem full­komn­ar veislu­borðið

  • 400 g súkkulaði (mæli með Pralín súkkulaði með kara­mellu­fyll­ingu)
  • 400 g ís­lenskt smjör
  • 8 msk. síróp
  • Rice Krispies (8 boll­ar)

Aðferð:

  1. Súkkulaði, smjör og síróp sett sam­an í pott og brætt á væg­um hita.
  2. Bætið Rice Krispies sam­an við og hrærið vel þannig að kara­mell­an hjúpi allt Rice Krispies-ið.
  3. Leggið smjörpapp­ír á borðið og byrja að móta þann bók­staf sem þið viljið. Mér finnst best að vera búin að rissa staf­inn upp á papp­ír sem ég set und­ir smjörpapp­ír­inn þannig að ég sjái hvar út­lín­urn­ar eru þegar ég er að móta staf­inn.
  4. Þegar staf­ur­inn er klár er best að kæla hann svo hann stífni, og á meðan hann er inn í kæli þeyti ég rjóma.  
  5. Setjið rjómann ofan á staf­inn og skreytið að vild. Það er fal­legt að nota ber, makkarón­ur, lif­andi blóm og bara allt sem hug­ur­inn girn­ist.
Einföld útgáfa af stafaköku sem fullkomnar veisluna.
Ein­föld út­gáfa af stafa­köku sem full­komn­ar veisl­una. mbl.is/​mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert