Frábær húsráð fyrir þá sem ætla að mála

Það eru eflaust einhverjir í framkvæmdahug þessa dagana með hækkandi …
Það eru eflaust einhverjir í framkvæmdahug þessa dagana með hækkandi sól. mbl.is/teknos.com

Hér eru skot­held ráð fyr­ir þá sem ætla grípa í pensil­inn og mála vegg­ina heima fyr­ir. Því jú, flest okk­ar spilla of mik­illi máln­ingu út um allt við verkið.

  • Ef þú ætl­ar þér að mála hurð, þá er stór­snjallt að vöðla álp­app­ír vel utan um hurðahún­inn til að pensill­inn fari ekki ham­förum þar og sóði allt út. Tek­ur enga stund að græja og hvað þá að taka af aft­ur.
  • Settu teygju utan um máln­inga­dós­ina eft­ir að þú hef­ur opnað hana. Sjáðu til þess að teygj­an sé um miðja dós­ina og í hvert skipti sem þú dreg­ur pensil­inn upp, þá strýk­ur þú hon­um létt utan í teygj­una sem skafar það mesta (eða eins mikið og óskað er), af pensl­in­um.
  • Þegar þú pakk­ar pensl­in­um niður, er snjallt að nota lít­inn plast­poka. Settu hend­ina inn í pok­ann og taktu utan um pensil­inn og snúðu pok­an­um við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert