Bülow heldur áfram að toppa sig!

mbl.is/Johan Bülow

Við leyf­um okk­ur að segja að góðvin­ur okk­ar, Joh­an Bülow, sé alltaf að toppa sig með nýj­um út­færsl­um af lakk­rís. En hér eru tvær nýj­ar og skot­held­ar lakk­rís­blönd­ur á boðstóln­um.

LAKRIDS LOVERS er nýtt á nál­inni hjá lakk­rí­skóng­in­um, sem gef­ur hinum al­menna neyt­anda tæki­færi til að taka þátt í vöruþróun fyr­ir­tæk­is­ins. Í hvert sinn er þú kaup­ir lakk­rís á heimasíðunni þeirra eða í versl­un, þá færðu smakk af að gjöf. Á bak­hlið lakk­rís­ins má finna QR kóða sem þú ferð inn á og gef­ur þitt álit á „smakk­inu“ – og þannig hjálpað til við að móta framtíð vör­unn­ar.

En þess­ar nýj­ung­ar sem við sjá­um hér í dag, eru ein­mitt afrakst­ur LAKRIDS LOVERS. Fyrst ber að nefna KÓKOS, sem tek­ur þig rak­leiðis á strönd­ina með iðinn í pálma­trján­um og sjáv­ar­hljóð. Hér er sæt­ur lakk­rís vaf­inn inn í mjúkt mjólk­ursúkkulaði og raspaða stökka kó­kos­hnetu. Síðan höf­um við AN­AN­AS, sem ber með sér fersk­an ávaxta­keim með smá sítrus­bragði í sæt­um lakk­rískjarna – húðað rjóma­hvítu súkkulaði og stökkri skel í hvít­um sykri. Tvær spenn­andi og ek­só­tísk­ar nýj­ung­ar sem við vær­um svo sann­ar­lega til í að smakka.

mbl.is/​Joh­an Bülow
Lakkrískóngurinn Johan Bülow, með tvær spennandi nýjungar - ananas og …
Lakk­rí­skóng­ur­inn Joh­an Bülow, með tvær spenn­andi nýj­ung­ar - an­an­as og kó­kos. mbl.is/​Joh­an Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka