Við leyfum okkur að segja að góðvinur okkar, Johan Bülow, sé alltaf að toppa sig með nýjum útfærslum af lakkrís. En hér eru tvær nýjar og skotheldar lakkrísblöndur á boðstólnum.
LAKRIDS LOVERS er nýtt á nálinni hjá lakkrískónginum, sem gefur hinum almenna neytanda tækifæri til að taka þátt í vöruþróun fyrirtækisins. Í hvert sinn er þú kaupir lakkrís á heimasíðunni þeirra eða í verslun, þá færðu smakk af að gjöf. Á bakhlið lakkrísins má finna QR kóða sem þú ferð inn á og gefur þitt álit á „smakkinu“ – og þannig hjálpað til við að móta framtíð vörunnar.
En þessar nýjungar sem við sjáum hér í dag, eru einmitt afrakstur LAKRIDS LOVERS. Fyrst ber að nefna KÓKOS, sem tekur þig rakleiðis á ströndina með iðinn í pálmatrjánum og sjávarhljóð. Hér er sætur lakkrís vafinn inn í mjúkt mjólkursúkkulaði og raspaða stökka kókoshnetu. Síðan höfum við ANANAS, sem ber með sér ferskan ávaxtakeim með smá sítrusbragði í sætum lakkrískjarna – húðað rjómahvítu súkkulaði og stökkri skel í hvítum sykri. Tvær spennandi og eksótískar nýjungar sem við værum svo sannarlega til í að smakka.